Einu ári síðar
'}}

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins:

Á morg­un er eitt ár síðan hátt í fjög­ur þúsund íbú­ar Grinda­vík­ur þurftu að pakka sam­an í snar­hasti að kvöld­lagi og yf­ir­gefa heim­ili sín í óvissu um framtíðina. Á ell­efta tím­an­um þann 10. nóv­em­ber 2023 upp­lýsti Veður­stofa Íslands Al­manna­varn­ir um að kviku­gang­ur gæti náð alla leið til bæj­ar­ins. Flest­ir lands­menn voru að ganga til náða á heim­il­um sín­um þegar ann­ar veru­leiki tók við hjá Grind­vík­ing­um.

Dag­ana á und­an hafði verið unnið að frum­varpi um vernd mik­il­vægra innviða á Reykja­nesi, en það má segja að í lok októ­ber­mánaðar hafi orðið kafla­skil í því um­brota­tíma­bili sem hófst í des­em­ber 2019. Þá varð kviku­söfn­un­ar vart á Svartseng­is­svæðinu sem byggði upp þrýst­ing til að hleypa af stað kviku­gangi und­ir Sund­hnúks­gígaröð og Grinda­vík. Af­leiðing­in var rým­ing heim­ila um 1% þjóðar­inn­ar og eld­gos, en þau eru nú orðin sex tals­ins og enn hleðst í það næsta.

Stærsta áskor­un á lýðveld­is­tím­an­um

Við Íslend­ing­ar erum ekki ókunn duttl­ung­um nátt­úr­unn­ar, en fljótt varð ljóst að við stæðum frammi fyr­ir stærstu áskor­un­um vegna nátt­úru­ham­fara á lýðveld­is­tím­an­um. Lengd at­b­urðar­ins, óvissa um fram­vind­una og end­ur­tekið hættu­ástand hafa kallað á seiglu hjá öll­um sem að mál­inu koma. Hér hef­ur styrk­leiki okk­ar Íslend­inga reynst vel, að ganga hreint til verks og nýta sveigj­an­leik­ann sem felst í smæðinni. Sam­taka­mátt­ur þjóðar­inn­ar við slík­ar aðstæður er líka ein­stak­ur eins og við sáum þegar all­ir lögðust á eitt við að tryggja Grind­vík­ing­um hús­næði og aðstoð af ýms­um toga.

Starf stjórn­valda fólst fyrst um sinn helst í að hlúa að bæj­ar­bú­um, finna lausn­ir á hús­næðisþörf þeirra og tryggja af­komu. Heilt yfir gengu aðgerðirn­ar vel þó víða hefði ef­laust mátt gera ým­is­legt bet­ur, og það lær­dóms­ferli stend­ur enn yfir. Stærsta ein­staka aðgerðin fólst í að kaupa stærst­an hluta íbúðar­hús­næðis í bæn­um og gera íbú­um þannig kleift að koma sér upp heim­ili ann­ars staðar. Sömu­leiðis má nefna greiðslu launa, niður­fell­ingu vaxta og verðbóta af hús­næðislán­um og sér­tæk­an hús­næðisstuðning. Fyr­ir vikið hafa tekj­ur Grind­vík­inga al­mennt hald­ist stöðugar og at­vinnu­leysi ekki auk­ist svo nokkru nemi.

Ætla má að aðgerðir stjórn­valda á svæðinu hafi kostað fast að 100 millj­örðum króna. Það er ekki tapað fé, held­ur ákvörðun grund­völluð á þeirri staðföstu trú að blóm­legt sam­fé­lag geti þrif­ist í Grinda­vík á ný þegar yfir lýk­ur. Bær­inn hef­ur ekki aðeins verið heim­ili um 1% lands­manna, held­ur sömu­leiðis miðstöð fjöl­breyttr­ar at­vinnu­starf­semi. At­vinnu­lífið hef­ur sýnt mik­inn styrk á þess­um tíma og á fund­um með for­svars­fólki fyr­ir­tækja hef ég skynjað ein­beitt­an vilja til að halda áfram þegar þar að kem­ur.

Lær­um af reynsl­unni

Tíma­bund­in úrræði til að létta und­ir með rekstr­araðilum hafa verið fjöl­breytt, en eft­ir standa stuðningslán og afurðatrygg­ing­ar til að hjálpa fyr­ir­tækj­um að aðlag­ast breytt­um aðstæðum. Stjórn­völd hafa einnig tryggt að ýmis fé­lags­leg úrræði séu í boði sem og sál­rænn stuðning­ur, auk þess að leggja sér­staka áherslu á að hlúa að börn­um og ung­menn­um. Eft­ir stend­ur auðvitað fjöldi áskor­ana, ekki síst tengt því að tak­ast á við áföll og fé­lags­leg­ar af­leiðing­ar þeirra. Það er lang­tíma­verk­efni sem verður seint van­metið.

Í krafti sam­stöðunn­ar með Grind­vík­ing­um hef­ur nokk­ur ein­hug­ur ríkt um aðgerðir í þeirra þágu á Alþingi, sem hef­ur greitt mjög fyr­ir vinn­unni. Þetta er ágæt­lega rakið í nýrri skýrslu um helstu verk­efni og mat á framtíðar­horf­um á Reykja­nesi, sem gef­in var út op­in­ber­lega í gær. Við þurf­um áfram á þeirri sam­stöðu að halda þegar við blas­ir að jarðhrær­ing­ar geta ógnað frek­ari byggð og innviðum á svæðinu.

Við erum reynsl­unni rík­ari eft­ir síðastliðið ár og verk­efnið nú er að styrkja enn bet­ur áfallaþol og viðbragðsgetu á svæðinu öllu. Mark­miðið er alltaf það sama, að tryggja ör­yggi fólks, orku­innviði og sam­göng­ur. Að búa dýr­mætt íbúa- og at­vinnusvæði á Suður­nesj­um enn bet­ur und­ir þær áskor­an­ir sem framtíðin kann að bera í skauti sér.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. nóvember 2024.