Erindi Sjálfstæðisflokksins

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag er ætlað að leggja drög að áhersl­um á kom­andi þing­vetri og fram að kosn­ing­um. Fund­ur­inn er hald­inn í skugga þess að flokk­ur­inn mæl­ist með minna fylgi í skoðana­könn­un­um en áður hef­ur þekkst. Því er brýnt að flokks­ráðsfull­trú­ar stingi ekki höfðinu í sand­inn, held­ur líti á fund­inn sem kær­komið tæki­færi til að horf­ast í augu við stöðu flokks­ins. Ræða þarf leiðir til úr­bóta af hrein­skilni og hisp­urs­leysi.

Ein helsta ástæða þess að Sjálf­stæðis­flokkn­um auðnaðist að verða stærsta stjórn­mála­hreyf­ing þjóðar­inn­ar er sú grund­vall­ar­stefna að fara eigi vel með skatt­fé og að álög­um á al­menn­ing skuli haldið í lág­marki. Flokk­ur­inn ávann sér þannig trú­verðug­leika sem brjóst­vörn skatt­greiðenda gegn vinstri­flokk­um, sem börðust fyr­ir útþenslu hins op­in­bera og stór­auk­inni skatt­heimtu.

Vikið frá meg­in­stefnu

Viður­kenna verður að flokkn­um hef­ur ekki gengið nógu vel að fylgja þess­ari grund­vall­ar­stefnu eft­ir á und­an­förn­um árum og ára­tug­um. Und­an­far­in tvö kjör­tíma­bil hef­ur flokk­ur­inn átt aðild að rík­is­stjórn, sem staðið hef­ur að útþenslu rík­is­bákns­ins og gegnd­ar­lausri op­in­berri fjár­fest­ingu. Skatt­greiðend­ur eru því að slig­ast und­an kostnaði við að reka of dýrt og flókið stofn­ana­kerfi með allt of mörg­um starfs­mönn­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur þurft að gera marg­ar mála­miðlan­ir í nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starfi. Ekki er laun­ung­ar­mál að flest­ir aðrir stjórn­mála­flokk­ar, t.d. Vinstri-græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, vilja auka op­in­ber út­gjöld enn frek­ar og hækka þannig skatta. Þessi stefna verður hvað mest áber­andi í aðdrag­anda kosn­inga, þegar ráðherr­ar í fall­hættu koma með nýj­ar en ófjár­magnaðar út­gjalda­hug­mynd­ir á færi­bandi.

Stjórn­ar­sam­starfið er ekki án fórna en halda verður þeirri staðreynd til haga að það hef­ur að mörgu leyti verið nauðsyn­legt í því skyni að forða lands­mönn­um frá póli­tískri upp­lausn. Eft­ir tvenn­ar und­an­farn­ar alþing­is­kosn­ing­ar stóð valið á milli þriggja flokka stjórn­ar með aðild Sjálf­stæðis­flokks eða fimm til sex flokka vinstri­stjórn­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kaus að axla ábyrgð og leggja sitt af mörk­um til að unnt væri að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn.

Áður­nefnd­ar mála­miðlan­ir eiga sinn þátt í því að flokk­ur­inn hef­ur misst mikið fylgi í skoðana­könn­un­um. Aðrir flokk­ar skynja að vegna þess er geysi­mikið tóma­rúm á hægri vængn­um, sem þeir leit­ast nú við að fylla.

Ekki má held­ur gleyma því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur náð ýms­um ár­angri við að létta skatt­byrði. Án marg­vís­legra skatta­lækk­ana og af­náms tolla und­an­far­inn ára­tug hefðu lands­menn greitt um 700 millj­örðum króna hærri skatta en ella und­an­far­inn ára­tug.

Skatta­stöðvun er skyn­sam­leg

Staðan er samt sú að skatt­byrði Íslend­inga er orðin afar þung og hin næst­mesta meðal OECD-ríkja. Þá hafa heild­ar­út­gjöld hins op­in­bera vaxið mjög hér­lend­is og eru nú senni­lega hæst inn­an OECD, þegar varn­ar­mál og líf­eyr­is­mál eru und­an­skil­in.

Nú þarf Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að setja fram skýra og trú­verðuga stefnu um hvernig lífs­kjör lands­manna verði sem best tryggð og bætt á kom­andi árum. Koma þarf í veg fyr­ir þær skatta­hækk­an­ir, sem óhjá­kvæmi­leg­ar verða, ef yf­ir­gengi­leg­ar út­gjalda­hug­mynd­ir vinstri­flokk­anna verða að veru­leika. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á því að gefa skýrt lof­orð um að skatt­ar muni ekki hækka frek­ar und­ir hans stjórn. Fyr­ir­mynd í þessu efni gæti verið svo­nefnt skatta­stopp, sem borg­ara­flokk­arn­ir í Dan­mörku beittu sér fyr­ir á ár­un­um 2001-2009, með góðum ár­angri.

Elt­um ekki eyðslu­mál­in

Í kom­andi kosn­inga­bar­áttu dug­ir ekki að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn haldi áfram að elta vinstri­flokk­ana og gera eyðslu­mál þeirra að sín­um. Dæmi um þetta er svo­nefnd­ur sam­göngusátt­máli, sem er ófjár­magnaður en hug­mynd­in er þó sú að leggja viðbót­ar­skatta á Reyk­vík­inga vegna hans. Sátt­mál­inn fel­ur í sér enn frek­ari taf­ir á úr­bót­um í sam­göngu­mál­um í Reykja­vík og ljóst er að mörg verk­efni hans eru of flók­in og verða skatt­greiðend­um dýr.

Fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að setja fram skýrt er­indi um hvernig hann hyggst auðvelda og bæta dag­legt líf fólks. Það verður ekki gert með ábyrgðarlaus­um lof­orðum um stór­auk­in op­in­ber út­gjöld, sem velt verður yfir á al­menn­ing.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. ágúst 2024.