Flokksráðsfundur á laugardag

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman næstkomandi laugardag, 31. ágúst kl. 13:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Fundurinn hefst með ræðu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Einnig munu ávarpa fundinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Að því loknu fer fram opið samtal í vinnuhópum þar sem flokksráðsmenn greina og leggja drög að áherslum flokksins bæði á komandi þingvetri og fram að kosningum; hvernig flokkurinn geti styrkt söðu sína og hvernig hægt móta megi framtíðarsýn hans.

Að því loknu verður stjórnmálaviðhorfið rætt og stjórnmálaályktun afgreidd.

Dagskrá fundarins má finna hér

Finna má upplýsingar um hverjir eiga sæti í flokksráði hér.

Greiða þarf þátttökugjald til að geta setið fundinn og jafngildir greiðsla skráningu á fundinn. Afsláttur er á skráningargjaldi sé það greitt fyrir lok fimmtudagsins 29. ágúst. Greiða mér hér.