Viðbragðstími neyðaraðila – öryggi allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarneskaupstaðar:

Á fundi stjórn­ar Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins (SHS), sem í sitja borg­ar­stjóri sem er formaður og bæj­ar­stjór­ar á svæðinu, í janú­ar 2023 var samþykkt að setja á fót starfs­hóp með full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna og SHS. Verk­efni hóps­ins var að fara heild­stætt yfir upp­bygg­ing­arþörf slökkviliðsins og leggja fram til­lög­ur að staðsetn­ingu út­kallsein­inga með til­liti til viðbragðstíma. SHS sinn­ir bæði slökkvi­starfi og sjúkra­flutn­ing­um á svæðinu.

Eft­ir ít­ar­lega skoðun komst hóp­ur­inn að þeirri niður­stöðu að fjölga þyrfti slökkvistöðvum um tvær á svæðinu og færa tvær nú­ver­andi stöðvar til að bæta viðbragðstíma þjón­ustu liðsins auk þess að fjölga ak­rein­um fyr­ir neyðarakst­ur með til­komu og upp­bygg­ingu borg­ar­lín­unn­ar. Í dag eru fjór­ar stöðvar á svæðinu, en með hliðsjón af nú­ver­andi stærð þess og framtíðar­upp­bygg­ingu svæða er ljóst að þess­ar til­færsl­ur á stöðvum, sem og fjölg­un þeirra, eru nauðsyn­leg­ar.

Ein af niður­stöðum hóps­ins var að viðbragðstími slökkviliðs og sjúkra­flutn­inga í vest­asta hluta borg­ar­inn­ar og á Seltjarn­ar­nesi er ekki inn­an þeirra viðmiða sem kveðið er á um í reglu­gerðum og samn­ing­um. Skil­greind­ur viðbragðstími í for­gangsakstri fyr­ir slökkvilið er tíu mín­út­ur frá því að boð ber­ast, og sam­bæri­leg­ur tími fyr­ir sjúkra­flutn­inga er sjö mín­út­ur. Þetta ástand er óviðun­andi þegar kem­ur að ör­yggi íbúa og veg­far­enda í Vest­ur­bæn­um og á Seltjarn­ar­nesi.

Ein af ástæðunum fyr­ir þessu er um­ferð um Hring­braut, sem á álags­tím­um ræður ekki við þá miklu um­ferð sem um hana fer. Þetta seink­ar veru­lega viðbragði neyðaraðila.

Und­ir­ritaður lagði fram til­lögu á stjórn­ar­fundi SHS um að kanna mögu­leika á staðsetn­ingu sjúkra­bif­reiða á anna­tím­um, annaðhvort á Seltjarn­ar­nesi eða í Vest­ur­bæn­um. Bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness hef­ur einnig lýst yfir áhyggj­um af þessu máli og óskað eft­ir var­an­legri lausn.

Á vor­mánuðum var unn­in ný út­tekt, að beiðni stjórn­ar SHS, til að finna ásætt­an­lega staðsetn­ingu sjúkra­bif­reiðar vest­an Hring­braut­ar og/​eða á Seltjarn­ar­nesi á álags­tím­um. Niðurstaðan var sú að best væri að staðsetja sjúkra­bif­reið við Eiðis­torg eða Aust­ur­strönd. Með þess­ari staðsetn­ingu aukast lík­urn­ar á því að viðbragðstím­inn verði inn­an skil­greindra tíma­marka, eins og áður var nefnt.

Stjórn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur nú samþykkt að fela slökkviliðsstjóra og und­ir­rituðum að finna hent­ugt hús­næði fyr­ir út­kallsein­ingu sjúkra­bif­reiða á álags­tím­um. Það hef­ur því verið ákveðið að bregðast við kalli okk­ar og lýs­ir und­ir­ritaður ánægju sinni með þær mála­lykt­ir.

Höfuðborg­ar­svæðið er í örum vexti, íbú­um fjölg­ar og byggðin þenst út. Því þarf alltaf að vera vak­andi fyr­ir því að tryggja lífs­gæði íbúa með því ör­yggi sem felst í stutt­um viðbragðstíma neyðaraðila.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst 2024.