Aðalfundur FESR

Aðalfundur Félags eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst 2024 kl. 17:00.

Hann verður haldinn í húsnæði Sjálfstæðisflokksins að Álfabakka 14a í Breiðholti. Gestur fundarins er Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Dagskrá

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

2. Reikningsskil.

3. Skýrslur nefnda.

4. Kjör stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikningsskila.

5. Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík

6. Tillögur um lagabreytingar.

7. Önnur mál.

Skriflegum framboðum til stjórnar skal skilað til Guðmundar Gunnars Þórðarsonar, formanns félagsins, eða á tölvupóstfangið jonb@xd.is fyrir kl. 16.00 mánudaginn 26. ágúst 2024.

Flokksmenn eldri en 60 ára eru gjaldgengir í félagið en þurfa að skrá sig á „Mínum síðum“ á heimasíðu flokksins xd.is.

Eftirfarandi lagabreytingartillaga verður lögð fyrir á aðalfundi (feitletrun):

7. gr.

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, til eins árs í senn. Stjórnina skipa 6-20 aðalmenn, að formanni meðtöldum. Formaður skal kosinn sérstaklega. Að jafnaði skal formaður ekki sitja lengur en í 5 ár í senn. Stjórnin velur sér þrjá stjórnarmenn í embætti varaformanns, ritara og gjaldkera sem ásamt formanni mynda framkvæmdastjórn félagsins. Framkvæmdastjórn sér um samskipti við opinberar stofnanir, banka, fjármál og endurskoðun.

Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.

Stjórn félags eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík