Í Morgunblaðinu í dag er frétt upp úr úttekt Viðskiptaráðs Íslands á efnahagslegum áhrifum af öllum þeim þingmálum sem samþykkt voru á nýafstöðnum vetri. Samtals voru 63 þingmál ríkisstjórnar samþykkt.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er sá ráðherra sem Viðskiptaráð telur hafa haft bestu áhrifin á íslenskt atvinnu- og efnahagslíf en samtals voru 7 mál hennar ráðuneytis samþykkt og hafa þau öll jákvæð áhrif að mati ráðsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er sá ráðherra sem kemur næstur og þar á eftir eru Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson sem hafa öll verið fjármálaráðherrar á síðasta vetri og eru mál þeirra í þriðja sæti að mati ráðsins.
Dæmi um mál sem ráðið telur að hafi góð efnahagslega áhrif er frumvarp um sölu á Íslandsbanka en salan muni hafa markverð áhrif til lækkunar ríkisskulda. Þá nefnir ráðið jafnframt máls em hafi umtalsverð neikvæð áhrif og meðal þeirra eru frumvarp um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, húsaleigulög og frumvarp um undanþágu afurðastöðva frá samkeppnislögum.