Þingmenn Miðflokksins samþykktu Mannréttindastofnun 2019

Frá árinu 2019 hefur Ísland verið skuldbundið til að setja á fót sjálfstæða eftirlitsstofnun með mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrá og er þar verið að uppfylla svokölluð Parísarviðmið sem segja skýrt að stofnunin verði að vera sjálfstæð eining sett á fót með lögum.

„Ein­hverj­ir hafa rekið upp stór augu að við þinglok hafi Mann­rétt­inda­stofn­un Íslands verið stofnuð. Það er vel skilj­an­legt að fólk spyrji sig hvort það hafi verið nauðsyn­legt. Báðir þing­menn Miðflokks­ins hafa til að mynda farið mik­inn yfir þessu öllu sam­an og vita ekki hvaðan á sig stend­ur veðrið,“ segir Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Þessi sýn Miðflokksmanna nú skýtur þó skökku við enda samþykktu allir sex þingmenn Miðflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna í þinginu 2019 tillöguna, þar á meðal Bergþór Ólason.

„Það þarf vart að minna á að sá flokk­ur var þá sem nú und­ir for­mennsku Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar. Þing­flokk­ur Miðflokks­ins er því bú­inn að venda kvæði sínu í kross og kann­ast alls ekk­ert við að þeir sem tóku þátt í að skuld­binda Alþingi til að setja stofn­un­ina á fót séu þeir sjálf­ir,“ segir hún.

Auk þess hafi legið fyrir lengi að stofnunin yrði sett á laggirnar, enda var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgildur árið 2016 og þar kemur fram sú skylda að aðildarríki starfræki sjálfstæða mannréttindastofnun.

Hildur segir Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa látið sig mannréttindi varða og staðið meðal annars að lagabreytingum á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995.

„Mann­rétt­inda­stofn­un­in nú á svo að hafa eft­ir­lit með þeim rétt­ind­um þó þess megi geta að þar sem stofn­un­in er ekki stjórn­vald eru vald­heim­ild­ir henn­ar í raun mjög tak­markaðar sam­an­borið við aðrar eft­ir­lits­stofn­an­ir þar sem hún hef­ur til dæm­is eng­in þving­unar­úr­ræði,“ segir Hildur.

Segir Hildur að þrátt fyrir að nauðsyn fyrir sérstaka Mannréttindastofnun orki án efa tvímælis sé Ísland engu að síður skuldbundið til að starfrækja slíka stofnun.

„Þó loka­út­færsla laga­setn­ing­ar­inn­ar hafi svo vissu­lega verið afurð málamiðlana sem við í Sjálf­stæðis­flokkn­um hefðum út­fært með öðrum hætti vær­um við ein í rík­is­stjórn, er sjálfsagt að óska stofn­un­inni velfarnaðar í störf­um sín­um. Þar má sér­stak­lega beina því til stofn­un­ar­inn­ar að hún passi upp á að mann­rétt­indi eru öll jafn mik­il­væg og spanna rétt­indi allt frá tján­ing­ar­frelsi til at­vinnu­frels­is og eigna­rétt­ar“, segir hún í greininni.