Samfylkingin stóð ekki með almenningi

„Nú hef­ur það op­in­ber­ast að Sam­fylk­ing­in, sem mælst hef­ur stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í könn­un­um, hef­ur hvorki burði né vilja til að styðja herta lög­gjöf í út­lend­inga­mál­um,“ segir Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Í greininni nefnir hann að í febrúar hafi Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagt í ræðu á Alþingi að hún tæki mark á áhyggjum almennings í útlendingamálum.

„Þegar á hólm­inn var komið var ekki að marka þau orð. Sam­fylk­ing­in stóð ekki með al­menn­ingi sem hef­ur áhyggj­ur og sat hjá. Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tók ekki til máls í at­kvæðagreiðslunni,“ segir Birgir.

Alþingi samþykkti frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í þinglok eftir harða og langa baráttu Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum í hartnær áratug. Frá því að núgildandi útlendingalög voru samþykkt árið 2016 hafa dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt til nauðsynlegar breytingar á lögunum. Þær breytingar hafa ávallt mætt mikilli andstöðu, ekki síst frá Pírötum og Samfylkingu, og hafa fulltrúar beggja flokka nær alltaf staðið fyrir málþófi þegar málin hafa komið til umræðu.

Birgir segir að með breytingunum sem gerðar voru í þinglok á útlendingalöggjöfinni hafi löggjöfin verið færð nær því sem gildir annarsstaðar á Norðurlöndum og íslenskar sérreglur afnumdar. Hann nefnir að Ísland hafi tekið hlutfallslega á móti flestum hælisleitendum í Evrópu og að ástæðan hafi verið veikt regluverk.

„Þessu hef­ur verið breytt með nýju lög­un­um. Rúm­lega 60% þjóðar­inn­ar telja að of marg­ir flótta­menn hafi fengið hæli hér á landi. Á Suður­landi og Reykja­nesi er þessi tala 80%. Sér­stakt fagnaðarefni er að reglu­verkið í út­lend­inga­mál­um hef­ur nú verið hert. Nýju lög­in svara kalli þjóðar­inn­ar. Með nýju lög­un­um mun hæl­is­leit­end­um fækka. Draga mun úr álagi á fé­lags­lega kerfið og innviði í land­inu. Kostnaður rík­is­sjóðs mun að sama skapi lækka en hann hef­ur farið úr öll­um bönd­um,“ segir hann.

Þegar frumvarpið kom til afgreiðslu á þinginu var það samþykkt með 42 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstri grænna, Flokks fólksins og Miðflokksins. Píratar voru á móti en þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar sátu hjá.

„Ég fagna því sér­stak­lega að gerðar hafa verið nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og nefnd­ar­mönn­um fækkað úr sjö í þrjá. Ég hef bæði í ræðu og riti talað fyr­ir þess­um breyt­ing­um. Kær­u­nefnd­in hef­ur haft óeðli­lega mik­il völd og tekið ákv­arðanir sem eru þvert á fram­kvæmd út­lend­inga­mála í ná­granna­lönd­un­um. Ákvarðanir sem hafa valdið miklu álagi á innviði og kostað rík­is­sjóð millj­arða,“ segir Birgir í greininni.

Hann segir engin rök mæla með því að Ísland, fámennasta land Evrópu, taki á móti hlutfallslega flestum hælisleitendum.

„Reglu­verkið á Íslandi í út­lend­inga­mál­um verður að taka mið af fá­menni þjóðar­inn­ar. Und­ir for­ystu dóms­málaráðherra, Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur, hef­ur tek­ist að koma bönd­um á óviðun­andi stöðu út­lend­inga­mála og færa út­lend­inga­lög­gjöf­ina nær því sem ger­ist í ná­granna­lönd­um. Örugg landa­mæri eru for­senda vel­ferðar­kerf­is, sjálf­bærra rík­is­fjár­mála og traustra innviða,“ segir Birgir.