Mannréttindastofnun – sagan öll
'}}

Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

Ein­hverj­ir hafa rekið upp stór augu að við þinglok hafi Mann­rétt­inda­stofn­un Íslands verið stofnuð. Það er vel skilj­an­legt að fólk spyrji sig hvort það hafi verið nauðsyn­legt. Báðir þing­menn Miðflokks­ins hafa til að mynda farið mik­inn yfir þessu öllu sam­an og vita ekki hvaðan á sig stend­ur veðrið.

Það hef­ur þó legið fyr­ir í nokk­ur ár að stofn­un­in yrði sett á lagg­irn­ar, enda var samn­ing­ur Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks full­gild­ur árið 2016 og er í samn­ingn­um lögð sú skylda á aðild­ar­ríki að starf­rækja sjálf­stæða mann­rétt­inda­stofn­un. Þannig hef­ur Ísland um langa hríð verið skuld­bundið að þjóðarrétti til að setja á fót slíka stofn­un enda hafa nán­ast öll önn­ur ríki Evr­ópu það gert. Árið 2019 taldi Alþingi ástæðu til að ganga skref­inu lengra og lög­festa sátt­mál­ann. Samþykkt var þings­álykt­un­ar­til­laga þess efn­is en í grein­ar­gerð henn­ar seg­ir að til að full­gilda samn­ing­inn sé gerð krafa um að starf­rækt sé sjálf­stæð eft­ir­lits­stofn­un með mann­rétt­ind­um sem var­in eru í stjórn­ar­skrá og alþjóða mann­rétt­inda­sátt­mál­um og verði að upp­fylla svo­kölluð Par­ís­ar­viðmið sem segja skýrt að stofn­un­in verði að vera sjálf­stæð ein­ing sett á fót með lög­um. Þetta kem­ur allt skil­merki­lega fram í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sem samþykkt var á Alþingi 2019. Því kem­ur kannski ein­hverj­um á óvart að til að mynda all­ir sex þing­menn Miðflokks­ins sem viðstadd­ir voru þá at­kvæðagreiðslu samþykktu til­lög­una, þar á meðal Bergþór Ólason. Það þarf vart að minna á að sá flokk­ur var þá sem nú und­ir for­mennsku Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar. Þing­flokk­ur Miðflokks­ins er því bú­inn að venda kvæði sínu í kross og kann­ast alls ekk­ert við að þeir sem tóku þátt í að skuld­binda Alþingi til að setja stofn­un­ina á fót séu þeir sjálf­ir.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alltaf látið sig mann­rétt­indi varða og stóð meðal ann­ars að laga­breyt­ing­um á mann­rétt­indakafla stjórn­ar­skrár­inn­ar árið 1995. Mann­rétt­inda­stofn­un­in nú á svo að hafa eft­ir­lit með þeim rétt­ind­um þó þess megi geta að þar sem stofn­un­in er ekki stjórn­vald eru vald­heim­ild­ir henn­ar í raun mjög tak­markaðar sam­an­borið við aðrar eft­ir­lits­stofn­an­ir þar sem hún hef­ur til dæm­is eng­in þving­unar­úr­ræði.

Þrátt fyr­ir að nauðsyn fyr­ir sér­staka Mann­rétt­inda­stofn­un orki án efa tví­mæl­is þá er Ísland engu síður skuld­bundið til að starf­rækja slíka stofn­un. Þó loka­út­færsla laga­setn­ing­ar­inn­ar hafi svo vissu­lega verið afurð mála­miðlana sem við í Sjálf­stæðis­flokkn­um hefðum út­fært með öðrum hætti vær­um við ein í rík­is­stjórn, er sjálfsagt að óska stofn­un­inni velfarnaðar í störf­um sín­um. Þar má sér­stak­lega beina því til stofn­un­ar­inn­ar að hún passi upp á að mann­rétt­indi eru öll jafn mik­il­væg og spanna rétt­indi allt frá tján­ing­ar­frelsi til at­vinnu­frels­is og eigna­rétt­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. júlí 2024.