Stígum fleiri jákvæð afhúðunarskref

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Á dög­un­um kom út skýrsla starfs­hóps ut­an­rík­is­ráðherra sem legg­ur til aðgerðir gegn gull­húðun EES-gerða, en hóp­ur­inn var skipaður í janú­ar á þessu ári. Niðurstaða hóps­ins er sú að forðast beri gull­húðun við inn­leiðingu sem get­ur komið niður á sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs. Gull­húðun, eða blýhúðun, er það kallað þegar EES-gerðir eru inn­leidd­ar í ís­lenska lög­gjöf með meira íþyngj­andi hætti en EES-sam­starfið kveður á um; þegar gengið er lengra en reglu­verkið ger­ir kröf­ur um. Niður­stöður skýrsl­unn­ar eru skýr­ar og grein­argóðar og til­lög­urn­ar mark­viss­ar.

Bætt fram­kvæmd við inn­leiðingu EES-gerða hef­ur verið sér­stakt bar­áttu­mál und­ir­ritaðrar á Alþingi. Ég lagði fram skýrslu­beiðni á síðasta þing­vetri til að varpa ljósi á um­fang gull­húðunar og brást um­hverf­is­ráðherra þegar í stað við með um­fangs­mik­illi út­tekt. Í byrj­un árs lagði ég sömu­leiðis fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um bætta þing­lega meðferð EES-mála.

Ég tek und­ir til­lög­ur fram­an­greindr­ar skýrslu og tel að þær gætu orðið til bóta. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að Alþingi hef­ur þegar kveðið á um vandaða þing­lega meðferð EES-mála, m.a. í þing­skap­a­lög­um og í sér­stök­um regl­um þings­ins þar um. Fram­kvæmd­in hef­ur ein­fald­lega farið í bága við fyr­ir­mæli Alþing­is. Mitt fyrsta verk þegar ég tók við for­mennsku í ut­an­rík­is­mála­nefnd á síðasta ári var enda að senda ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar bréf og hvetja til að við inn­leiðingu EES-gerða yrði ís­lenskt reglu­verk ekki gert meira íþyngj­andi en þörf kref­ur. Væri ákvörðun tek­in um að ganga lengra við laga­setn­ingu væru slík frá­vik til­greind sér­stak­lega og at­hygli þings­ins vak­in á því með sér­stök­um rök­stuðningi, eins og regl­ur Alþing­is kveða á um.

Sam­keppn­is­hæfni Íslands féll um sæti milli ára í ný­legri út­tekt á sam­keppn­is­hæfni ríkja. Við verðum hrein­lega að setja aukna sam­keppn­is­hæfni lands­ins í for­gang. Þar er mik­il­vægt að inn­lend fyr­ir­tæki og neyt­end­ur sitji við sama borð og aðrir á innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins. Búi ekki við aukn­ar álög­ur og íþyngj­andi kröf­ur sem við sér­smíðum hér á landi og kenn­um svo Evr­ópu­sam­starf­inu um. Áhersl­ur fram­an­greindra ráðherra á að draga úr gull­húðun er til eft­ir­breytni. Von­andi sjá­um við fleiri skref stig­in í rétta átt á kom­andi þing­vetri. Helst vildi ég sjá í það minnsta eitt hreins­un­ar­frum­varp lagt fram strax í upp­hafi næsta þings þar sem gerð yrði alls­herj­ar laga­hreins­un að þessu leyti.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. júní 2024.