Skagabyggð og Húnabyggð sameinuð

Meiri­hluti íbúa Skaga­byggðar og Húna­byggðar kaus með sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna tveggja og verða þau því sam­einuð 1. ág­úst. Þetta kemur fram á mbl.is

Kjör­sókn var með besta móti í Skaga­byggð þar sem alls greiddu 62 at­kvæði eða 92,5% kjörgengra íbúa. 47 greiddu at­kvæði með sam­ein­ingu en 15 á móti.

Í Húnaþingi greiddu 355 atkvæði eða 37,1% íbúa. 317 studdu sameiningu en 36 voru á móti.

Árið 2022 sameinuðust Blönduósbær og Húnavatnshreppur í Húnabyggð. Íbúar þar voru hinn 1. janúar síðastliðinn 1.263 og íbúar Skagabyggðar 86. Íbúafjöldi hins nýsameinaða sveitarfélags verður því nálægt 1.350. Með sameiningunni eru öll sveitarfélög í A-Húnavatnssýslu utan Skagastrandar sameinuð í eitt.

Skv. sameiningartillögunni verður sveitarstjórn Húnabyggðar sveitarstjórn hins nýsameinaða sveitarfélags út þetta kjörtímabil. Þeir fulltrúar sem sátu í sveitarstjórn Skagabyggðar verða skipaðir í heimastjórn á því svæði. Sjálfstæðisflokurinn og Framsóknarflokkurinn mynda með sér meirihluta í sveitarstjórn.