Hátíðleg stund í Valhöll í tilefni þjóðhátíðardagsins

Þjóðhátíðardeginum 17. júní var vel fagnað í Valhöll um miðjan dag í gær, en þar stóðu Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir hátíðarkaffi í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins Íslands og 95 ára afmæli Sjálfstæðissflokksins. Boðið var upp á kaffi, skúffuköu og vöfflur með rjóma og rabbarbarasultu.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti, en mæting var mjög góð. Á annað hundrað manns gerðu sér ferð í Valhöll til að fagna deginum.