Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fagnar sumri með Sumarhátíð Varðar laugardaginn 8. júní nk. kl. 19:00. Á boðstólnum verða lambalæri og bernaisé að íslenskum sið gegn vægu gjaldi, 2.500 kr.
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, er veislustjóri og meðal þeirra sem stíga á stokk er Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þá flytur Albert Guðmundsson, formaður Varðar, stutt ávarp. Nánari atriði dagskrárinnar verða kynnt þegar nær dregur.
Gerum okkur glaðan dag og fögnum sumri saman!
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík