Boðað er til fulltrúaráðsfundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 5. júní nk. kl. 18:00. Til meðferðar verða tillögur stjórnar Varðar að breytingum á reglugerð fulltrúaráðsins, en þær eru afrakstur vinnu laganefndar Varðar sem leidd hefur verið af Kristínu Edwald, hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi formanni Varðar sem mun kynna tillögurnar á fundinum.
Þær breytingartillögur stjórnar sem fyrir fundinum liggja má nálgast hér: Breytingatillögur stjórnar.
Almennur frestur til að senda inn breytingatillögur er til kl. 16:00 mánudaginn 3. júní.
Fyrir hönd stjórnar Varðar,
Albert Guðmundsson, formaður Varðar.