Útgjaldavandi hins opinbera

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Gíf­ur­leg­ur út­gjalda­vöxt­ur hins op­in­bera und­an­far­in ár er ósjálf­bær. Vöxt­ur­inn hef­ur leitt til þess að heild­ar­út­gjöld hins op­in­bera, sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu, eru senni­lega hæst á Íslandi meðal aðild­ar­ríkja OECD. Brýn­asta verk­efni stjórn­mál­anna er því að ná tök­um á út­gjöld­um og koma rekstr­in­um í jafn­vægi að nýju. Með því að koma bönd­um á op­in­ber fjár­mál munu þau styðja við verðstöðug­leika í stað þess að ógna hon­um. Á það jafnt við um rekst­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga.

Mik­il og vax­andi skuld­setn­ing hins op­in­bera er afar óæski­leg enda stuðlar hún að verðbólgu og vaxta­hækk­un­um. Hún dreg­ur einnig úr getu hins op­in­bera til að mæta óvænt­um áföll­um, sem sag­an sýn­ir að eru regla frem­ur en und­an­tekn­ing í ís­lensku efna­hags­lífi.

At­hygl­is­verðar ábend­ing­ar koma fram í álits­gerð fjár­málaráðs um til­lögu til þings­álykt­un­ar um fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2025-2029. Þar er einkum fjallað um rekst­ur rík­is­ins en ábend­ing­ar ráðsins eiga ekki síður er­indi til sveit­ar­fé­laga.

Ríkið og Reykja­vík­ur­borg hafa verið rek­in með mikl­um halla und­an­far­in ár þrátt fyr­ir mik­inn hag­vöxt og lítið at­vinnu­leysi. Er fyrst og fremst um út­gjalda­vanda að ræða.

Ábend­ing­ar fjár­málaráðs

Staða ís­lensks efna­hags­lífs og op­in­berra fjár­mála er sterk í sam­an­b­urði við flest önn­ur Evr­ópu­ríki að mati fjár­málaráðs. Kaup­mátt­ur hef­ur vaxið mikið, at­vinnu­leysi er lítið, jöfnuður mik­ill og lífs­kjör al­mennt með hinu besta sem þekk­ist. Skuld­ir rík­is­ins eru ekki mjög háar í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en vaxta­kostnaður er þó hár.

Staða op­in­berra fjár­mála ein­kenn­ist af viðbrögðum við þeim áföll­um sem riðið hafa yfir á síðustu árum, sér­stak­lega covid-19-far­aldr­in­um og nú síðast elds­um­brot­um á Reykja­nesskaga. Fjár­málaráð bend­ir á að út­gjöld hins op­in­bera séu nú hærri en þau voru fyr­ir covid-19-áfallið og aukn­um tekj­um hafi að hluta til verið eytt í ný út­gjöld. Minna aðhald er því í rík­is­rekstri á Íslandi en í sam­an­b­urðarlönd­um.

Veik af­koma

Mikl­ar áskor­an­ir blasa við í rík­is­fjár­mál­um og vís­ar fjár­málaráð m.a. til öldrun­ar þjóðar­inn­ar, minnk­andi vaxt­ar verðmæta­sköp­un­ar og kostnaðar við aðgerðir í um­hverf­is­mál­um. „Fjár­hags­leg af­koma hins op­in­bera er veik, ekki síst vegna mik­ils út­gjalda­vaxt­ar und­an­far­in ár. Meiri hag­vöxt­ur og hærri tekj­ur hins op­in­bera en ráð var fyr­ir gert í fyrri áætl­un­um sköpuðu svig­rúm til að auka út­gjöld, sem er ekki sjálf­bært þegar til lengd­ar læt­ur. Hag­kerfið verður bet­ur í stakk búið til að tak­ast á við næstu efna­hags­legu áraun ef haldið er aft­ur af út­gjöld­um þegar bet­ur árar en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Aðstæður kalla á aukið aðhald, a.m.k. í hag­stjórn­ar­legu til­liti,“ seg­ir í álits­gerðinni.

Ófjár­magnaðar út­gjalda­hug­mynd­ir

Í fjár­mála­áætl­un rík­is­ins er fjöldi nýrra verk­efna kynnt­ur til sög­unn­ar en á móti er gert ráð fyr­ir óút­færðum sparnaði. „Aðgerðir, sem ætlað er að draga úr út­gjalda­vexti og auka tekj­ur, hrökkva skammt til að mæta þeim auknu út­gjöld­um, sem eru boðuð,“ seg­ir í áliti ráðsins.

Þrýsti­hóp­ar gera enda­laus­ar kröf­ur til hins op­in­bera um auk­in út­gjöld. Þess­ar kröf­ur eru oft­ar en ekki studd­ar af stjórn­ar­and­stöðunni á Alþingi. Flest­ar þess­ar út­gjalda­kröf­ur eru ófjár­magnaðar og ljóst að þær ógna mark­miðum um stöðug­leika og sjálf­bærni, þ.m.t. lækk­un verðbólgu og
vaxta.

Við slík­ar aðstæður væri óviðun­andi að velta fleiri óarðbær­um og ófjár­mögnuðum stór­verk­efn­um yfir á ís­lenska skatt­greiðend­ur en gert hef­ur verið. Má þar t.d. nefna fram­kvæmda­hluta borg­ar­línu, sem mun ekki kosta und­ir 130 millj­örðum króna og er þá rekstr­ar­kostnaður ekki meðtal­inn.

Op­in­ber­um út­gjöld­um hef­ur verið leyft að vaxa með óá­byrg­um hætti und­an­far­in ár. Nú verður að grípa til víðtæks aðhalds og sparnaðar í því skyni að gera op­in­ber fjár­mál sjálf­bær að nýju.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. maí 2024.