Skipulagður skortur veldur spillingu

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Kast­ljósþátt­ur Maríu Sigrún­ar Hilm­ars­dótt­ur um bens­ín­stöðvalóðirn­ar hef­ur vakið meiri at­hygli en nokk­ur sam­bæri­leg þátta­gerð hjá RÚV. Sú grein­argóða um­fjöll­un skil­ur eft­ir áleitn­ar spurn­ing­ar sem enn er ósvarað.

End­ur­vak­in for­sjár­hyggja

Það er vert að spyrja þess­ara spurn­inga í ljósi ríkj­andi skipu­lags­stefnu borg­ar­yf­ir­valda frá 2010. Sú stefna snýst um mikla þétt­ingu íbúðabyggðar í eldri hverf­um og upp­bygg­ingu þéttra fjöl­býlisklasa meðfram stofn­braut­um og ásum borg­ar­línu. Hug­mynda­fræði stefn­unn­ar álít­ur heim­inn á helj­arþröm vegna lofts­lags­breyt­inga. Hún hafn­ar því að frjáls sam­keppni og tækniþróun bæti um­hverfi okk­ar, sam­göng­ur og lífs­gæði, en krefst for­sjár­hyggju yf­ir­valda sem eiga að hafa vit fyr­ir al­menn­ingi og skammta fólki um­fang íbúðabyggðar og um­ferð öku­tækja.

Þétt­ing­ar­stefn­an gekk miklu hæg­ar fyr­ir sig en gert var ráð fyr­ir. Nýtt bygg­ing­ar­land í eldri hverf­um var af skorn­um skammti og það varð býsna flókið að vinna deili­skipu­lag þétt­ing­ar­reita í eldri byggð: ganga á út­sýni og græn svæði, auka álag á innviði eldri hverfa, sam­hæfa ásetn­ing hand­hafa eldri lóða, stuðla að kaup­um og sölu lóða sem voru miklu dýr­ari en óbyggt land borg­ar­inn­ar og stuðla að niðurrifi og förg­un eldri mann­virkja, áður en hægt yrði að reisa þar nýja byggð. Þétt­ing­ar­stefn­an olli því lóðaskorti.

Þétt­ing­ar­stefn­an olli fast­eigna­verðbólgu

Þétt­ing­ar­stefn­an hækkaði svo lóðaverð vegna verðmæt­ari staðsetn­ing­ar lóða í grón­um hverf­um, vegna flókn­ari und­ir­bún­ings á bygg­ing­ar­lóðum og síðan vegna vax­andi lóðaskorts og hús­næðiseklu. Hús­næðis­skort­ur­inn var heima­til­bú­inn. Með því að úti­loka nýj­ar lóðir á óbyggðu landsvæði marg­faldaðist lóðaverð, sem hef­ur sums staðar farið upp í 30-40% af bygg­ing­ar­kostnaði: Skipu­lagður skort­ur dreg­ur úr eðli­legu fram­boði. Minna fram­boð eyk­ur eft­ir­spurn sem aft­ur hækk­ar lóðaverð og þar með íbúðaverð og húsa­leigu. Borg­ar­yf­ir­völd skópu þannig for­send­ur fyr­ir mestu fast­eigna­verðbólgu Íslands­sög­unn­ar.

Lóðaskort­ur fyrr og síðar

Áður fyrr fengu al­menn­ing­ur og sam­tök ein­stak­linga í Reykja­vík út­hlutaðar bygg­ing­ar­lóðir á óbyggðum svæðum, milliliðalaust. Borg­ar­yf­ir­völd gættu þess þá að lóðaverð færi ekki yfir fjög­ur pró­sent af bygg­ing­ar­kostnaði. Engu að síður voru lóðaút­hlut­an­ir áður fyrr færri en eft­ir­spurn­in krafðist, þegar lands­byggðarfólk flykkt­ist til Reykja­vík­ur. Sú staðreynd olli póli­tískri spill­ingu. Það þótti betra að þekkja ein­hvern borg­ar­full­trúa ef menn vildu fá lóð. En sú spill­ing hvarf í borg­ar­stjórn­artíð Davíðs Odds­son­ar þegar hann lýsti því yfir að all­ir Reyk­vík­ing­ar fengju út­hlutaða bygg­ing­ar­lóð, óháð póli­tískri fyr­ir­greiðslu.

Skort­ur, skömmt­un …

Nú hef­ur stefn­an frá 2010 end­ur­vakið og aukið mjög lóðaskort­inn með skipu­leg­um hætti. Bein og óbein af­skipti borg­ar­yf­ir­valda af lóðaút­hlut­un­um og bygg­ingaráform­um verða sí­fellt meiri og flókn­ari. Skipu­lagður skort­ur krefst skömmt­un­ar og þegar borg­in er hand­hafi þétt­ing­ar­svæða, eins og í Gufu­nesi og á bens­ín­stöðvar­lóðum með út­runna lóðarleigu­samn­inga, skammt­ar sá sem veld­ur skort­in­um.

Í stað þess að breyta óbyggðum svæðum í bygg­ing­ar­lóðir og dreifa þeim verðmæt­um á borg­ar­búa og sam­tök þeirra fá nú ör­fá­ir fjár­sterk­ir fé­sýslu­menn og verk­tak­ar – út­vald­ir af borg­ar­yf­ir­völd­um – að hirða gróðann af sí­fellt dýr­ari íbúðum.

… og póli­tísk spill­ing

Auðvitað tal­ar fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, fjálg­lega um „fag­legt val“ á hinum út­völdu, enda allt „grænt“ og „fag­legt“ sem hef­ur hans fingra­för. En slík­ar klisj­ur breyta ekki þeirri staðreynd að skipu­lagður skort­ur og póli­tísk skömmt­un auka völd og flækj­u­stig stjórn­mála­manna, og eru gróðrar­stía spill­ing­ar.

Það er liðin tíð að bygg­ing­ar­lóðir fari um hend­ur al­menn­ings í Reykja­vík. Þær ganga kaup­um og söl­um milli stór­fyr­ir­tækja, sjóða og fjár­sterkra fé­sýslu­manna á meðan íbúðakaup­end­ur blæða. Ýmsir hinna út­völdu líta ekki á nýj­ar bygg­ing­ar­lóðir sem mögu­leika á að draga úr hús­næðis­skorti held­ur sem verðbréf og vafn­inga sem auka gróða þeirra. Al­menn­ing­ur þarf þak yfir höfuðið, borg­ar­yf­ir­völd ein­blína á þétt­ingaráform, en hand­haf­ar bygg­ing­ar­rétt­ar á þétt­ing­ar­reit­um vilja há­marka gróðann.

Það er við þess­ar aðstæður sem borg­ar­yf­ir­völd gerðu samn­inga við olíu­fé­lög­in um bens­ín­stöðvalóðirn­ar. Samn­inga sem bæj­ar­stjór­ar Ak­ur­eyr­ar, Kópa­vogs, Garðabæj­ar, Hafn­ar­fjarðar og Seltjarn­ar­ness segj­ast aldrei myndu taka í mál: samn­inga sem enn virðast gjör­sam­lega glóru­laus­ir og jafn­vel ólög­leg­ir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. maí 2024.