Ný stjórn kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmisráðs SV var haldinn í Valhöll 7. maí 2024 sl.

Lovísa Árnadóttir hætti sem formaður og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir tók við sem formaður. Í stjórn voru kjörin þau Pétur Blöndal, Helgi Ólafsson, Kristjana Ósk Jónsdóttir, Lovísa Árnadóttir, Páll Örn Líndal og Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir.

Tveir buðu sig fram í miðstjórn, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir er aðalmaður og Kristinn Hugason varamaður.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var gestur fundarins og hélt erindi.

Jónas Þór Guðmundsson var fundarstjóri.