Hættulegur hallarekstur Reykjavíkurborgar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Nýbirt­ur árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir 2023 ber því vitni að meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar hef­ur eng­in tök á fjár­mál­um borg­ar­inn­ar. Helstu lyk­il­töl­ur sýna að fjár­hags­staðan er slæm og að rekstr­in­um hef­ur verið stefnt í mikið óefni.

Borg­ar­sjóður var rek­inn með tæp­lega fimm millj­arða króna halla á síðasta ári. Sam­stæða borg­ar­inn­ar var rek­in með rúm­lega þriggja millj­arða króna halla, sem er þrett­án millj­örðum lak­ari af­koma en ráðgert var sam­kvæmt áætl­un. Þrátt fyr­ir há­marks­skatt­heimtu og mikl­ar tekj­ur er rekst­ur­inn eng­an veg­inn sjálf­bær og skuld­irn­ar vaxa stöðugt.

Í end­ur­skoðun­ar­skýrslu með árs­reikn­ingn­um er bent á að sam­stæða borg­ar­inn­ar muni ekki full­nægja fjár­hags­leg­um viðmiðum, sem sett eru í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um, á kom­andi árum. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar hafi í árs­lok 2023 numið 158% af tekj­um, sem sé yfir lög­bundnu 150% há­marki. Sveit­ar­fé­lög eru þó und­anþegin um­ræddu há­marks­viðmiði til árs­ins 2025 en sam­kvæmt fimm ára áætl­un borg­ar­inn­ar er ekki reiknað með að viðmiðinu verði náð á því ári.

Froðuhagnaður Fé­lags­bú­staða

At­hygl­is­verður liður í bók­haldi borg­ar­inn­ar er svo­nefnd „mats­breyt­ing fjár­fest­ing­ar­eigna“. Fé­lags­leg­ar íbúðir borg­ar­inn­ar eru end­ur­metn­ar og aukið verðmæti þeirra fært sem hagnaður í árs­reikn­ingi. Slík mats­breyt­ing nam tæp­um fimm millj­örðum króna á síðasta ári. Þetta er froðuhagnaður, sem skap­ar borg­inni í raun eng­ar tekj­ur og fegr­ar því stöðu rekstr­ar­reikn­ings sem því nem­ur. Raun­halli borg­ar­inn­ar er því mun meiri en sýn­ist sam­kvæmt rekstr­ar­reikn­ingi. Af þess­um sök­um gef­ur breyt­ing skulda á efna­hags­reikn­ingi jafn­vel gleggri mynd af raun­veru­legri rekstr­ar­stöðu borg­ar­inn­ar en sjálf­ur rekstr­ar­reikn­ing­ur­inn.

Geig­væn­leg aukn­ing skulda

Skuld­ir sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar hækkuðu um fimm­tíu millj­arða króna á ár­inu og námu 495 millj­örðum í árs­lok. Borg­ar­stjórn hef­ur þannig skuld­sett hvern íbúa sinn um 3,6 millj­ón­ir króna og hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu um 14,4 millj­ón­ir.

Skuld­ir borg­ar­sjóðs hækkuðu um 24 millj­arða króna á síðasta og námu 198 millj­örðum í lok þess.

Útlitið er ekki bjart. Áætlað er að skuld­ir Reykja­vík­ur­borg­ar verði komn­ar í 515 millj­arða króna um næstu ára­mót. Þar af nemi skuld­ir borg­ar­sjóðs um 208 millj­örðum. Fjár­hag­ur borg­ar­inn­ar fer því ört versn­andi og sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un­um verður ekk­ert lát á skulda­söfn­un­inni næstu árin.

Feiki­leg fjár­magns­gjöld

Það er dýrt að skulda. Hrika­leg skulda­söfn­un borg­ar­inn­ar hef­ur leitt til þess að fjár­magns­gjöld­in eru orðin ein helsta stærðin í bók­haldi henn­ar. Borg­in er því orðin afar ber­skjölduð fyr­ir verðbólgu og vaxta­hækk­un­um. Háar skuld­ir og fjár­magns­gjöld lenda að end­ingu á íbú­um borg­ar­inn­ar.

Fjár­magns­gjöld Reykja­vík­ur námu rúm­um 29 millj­örðum króna á síðasta ári. Sú upp­hæð sam­svar­ar rekstr­ar­fé allra al­mennra grunn­skóla borg­ar­inn­ar, 34 að tölu. Blóðugt er að þurfa að verja svo hárri fjár­hæð í vaxta­gjöld og verðbæt­ur, en þetta er ein birt­ing­ar­mynd hárra og ill­viðráðan­legra skulda.

Brýn­asta verk­efni borg­ar­stjórn­ar er nú að ná tök­um á fjár­mál­um Reykja­vík­ur­borg­ar og tryggja fjár­hags­lega framtíð henn­ar. Gælu­verk­efni og skýja­borg­ir verða að víkja fyr­ir raun­veru­leika, sem ekki verður um­flú­inn. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins eru sem fyrr reiðubún­ir til sam­vinnu um raun­veru­leg­ar aðgerðir til að láta af hættu­leg­um halla­rekstri og stöðva skulda­söfn­un Reykja­vík­ur­borg­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. maí 2024.