Regluvæðing ógnar lífskjörum

Óli Björn Kárason, alþingismaður:

Þeim fjölg­ar sem hringja viðvör­un­ar­bjöll­un­um. Evr­ópa er að verða und­ir í sam­keppni þjóðanna. Dregið hef­ur úr aðlög­un­ar­hæfni efna­hags­lífs­ins. Þung reglu­byrði er að kæfa frum­kvæði og hug­vit. Kol­vit­laus stefna í orku­mál­um hef­ur leitt til stöðnun­ar.

Haustið 2022 varaði Ralph Schoell­hammer, lektor í hag­fræði og stjórn­mála­fræði við Web­ster-há­skól­ann í Vín, við því í blaðagrein að aðstæður sem gerðu lönd­um Evr­ópu kleift að vinna sig út úr krepp­um hefðu gjör­breyst til hins verra. Ekki væri leng­ur hægt að reikna með því að mynd­ar­legt vaxt­ar­skeið og ný­sköp­un fylgdi í kjöl­far sam­drátt­ar. Skort­ur á orku og minnk­andi sam­keppn­is­hæfni á flest­um sviðum, allt frá mennt­un til tækni og ný­sköp­un­ar, leiddi óhjá­kvæmi­lega til efna­hags­legr­ar hnign­un­ar. Til væri að verða víta­hring­ur eða spírall sam­drátt­ar. Hætta væri á að fjár­fest­ar misstu trú á efna­hags­lífi landa Evr­ópu. Þeir leituðu því annað eft­ir tæki­fær­um. Af­leiðing­in yrði skort­ur á fjár­magni til fjár­fest­inga í at­vinnu­líf­inu og hærri fjár­magns­kostnaður ríkja sem mörg hver eru gríðarlega skuld­sett. Á sama tíma væru þjóðir Evr­ópu að eld­ast og líf­eyri­s­kerfi flestra illa eða lítt fjár­magnað.

Evr­ópa breyt­ist í safn

Inn­herji vakti fyr­ir nokkru at­hygli á frétt Fin­ancial Times þar sem haft er eft­ir Börje Ek­holm, for­stjóra Erics­son, sænska fram­leiðand­ans á fjar­skipta­búnaði, að reglu­væðing sé að leiða til þess að Evr­ópa muni „ekki skipta máli“ í framtíðinni. Grafið sé und­an sam­keppn­is­hæfni álf­unn­ar og sta­f­ræn­um innviðum stefnt í hættu. Áhersl­an á reglu­væðingu leiði til þess að Evr­ópa verði í „síðasta sæti“ og þró­ist í að verða nokk­urs kon­ar „safn – með góðan mat, glæsi­leg­an arki­tekt­úr, fal­legt lands­lag og bragðgóð vín en eng­an iðnað“.

Börje Ek­holm og Ralph Schoell­hammer eru ekki ein­ir um að hafa áhyggj­ur. Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hef­ur varað við efna­hags­legri hnign­un Evr­ópu. Í viðtali við Fin­ancial Times benti Nicolai Tangen, for­stjóri norska ol­íu­sjóðsins, á að reglu­verk í Evr­ópu væri þyngra en í Banda­ríkj­un­um. Þá legðu Evr­ópu­bú­ar sig ekki jafn mikið fram og væru ekki jafn metnaðarfull­ir og Banda­ríkja­menn.

Við Íslend­ing­ar eig­um og verðum að þekkja hljóm­inn í viðvör­un­ar­bjöll­un­um. Við eig­um allt okk­ar und­ir sam­keppn­is­hæfni lands­ins. Sam­keppn­is­hæfni er spurn­ing um lífs­kjör al­menn­ings og mögu­leika okk­ar til að halda áfram að byggja upp vel­ferðarsam­fé­lag. Ég hef haldið því ít­rekað fram að frum­skylda stjórn­valda á hverj­um tíma sé að verja sam­keppn­is­hæfni og styrkja efna­hags­leg­ar stoðir.

Verk­efnið er ekki að flækj­ast fyr­ir með sí­fellt flókn­ari regl­um, kröfu um op­in­bera skrán­ingu leigu­samn­inga með til­heyr­andi eft­ir­lit­s­kerfi, kröf­um um sjálf­bærni­skýrsl­ur sem fáir skilja, flóknu og tíma­freku leyf­is­veit­inga­ferli til flestra verk­legra fram­kvæmda, jafn­launa­vott­un eða öðrum regl­um sem gera líf ein­stak­linga flókið, hæg­ir á ákv­arðana­töku og dreg­ur úr nátt­úru­leg­um sveigj­an­leika ís­lensks sam­fé­lags. Verk­efnið er að ryðja úr vegi sem flest­um hindr­un­um, straum­línu­laga stjórn­sýsl­una með skil­virkri ákv­arðana­töku.

„Afhúðun“ er nauðsyn­leg

Við höf­um fetað í fót­spor Evr­ópu­sam­bands­ins í reglu­væðingu sam­fé­lags­ins, í nokkru vegna alþjóðlegra skuld­bind­inga en í öðru vegna mis­skiln­ings. Svo­kölluð gull­húðun (væri rétt­ara að segja blýhúðun) við inn­leiðingu á reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn hef­ur reynst ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um kostnaðar­söm og dregið úr sam­keppn­is­færni þeirra. Það er því fagnaðarefni að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hafi skorið upp her­ör gegn gull­húðun í ís­lensk­um rétti. Það þarf að vinna skipu­lega á kom­andi mánuðum og miss­er­um að því að „afhúða“ stóra hluta af ís­lenskra laga­safn­inu.

Ísland stend­ur í sumu höll­um fæti gagn­vart öðrum þjóðum vegna fjar­lægðar frá mörkuðum og fá­menn­is. En við höf­um eða eig­um að eiga gott for­skot á ýms­um sviðum. Fá­mennið ger­ir okk­ur bet­ur kleift að byggja upp ein­falda og skil­virka stjórn­sýslu og koma upp gegn­sæju, sann­gjörnu og ein­földu reglu­verki. Ein­fald­leiki og snerpa í allri ákvörðun­ar­töku gef­ur for­skot sem get­ur reynst ómet­an­legt í ná­inni framtíð.

Við eig­um gríðarlega mögu­leika til að stór­auka græna orku­fram­leiðslu, ólíkt flest­um öðrum þjóðum. Orka er for­senda verðmæta­sköp­un­ar. En við erum búin að smíða svo flókið og allt að því ókleift kerfi til að nýta skyn­sam­lega orku­kosti að við stönd­um frammi fyr­ir skorti. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra hef­ur lagt grunn að ein­föld­un stofn­ana­kerf­is­ins með sam­ein­ing­um og nú er unnið að því að inn­leiða skil­virk­ari leyf­is­veit­ing­ar á sviði um­hverf­is- og orku­mála. Þá hef­ur ráðherr­ann birt áforma­skjal um end­ur­skoðun laga um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un – svo­kallaða ramm­a­áætl­un. Í um­sögn StormOrku sem birt­ist á sam­ráðsgátt stjórn­valda er því haldið fram að ramm­a­áætl­un þver­brjóti, ít­rekað, 9. gr. stjórn­sýslu­laga um máls­hraða. Af­leiðing­arn­ar: „Það er auðveld­ara að byggja ol­íu­knú­in orku­ver á Íslandi í dag en græn orku­ver því að hin fyrr­nefndu þurfa ekki að fara í gegn­um ramm­a­áætl­un því ekki er um inn­lend­ar auðlind­ir að ræða.“

Tvö mál til ein­föld­un­ar

Frum­varp Teits Björns Ein­ars­son­ar og fimm annarra þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins um breyt­ingu á lög­um um um­hverf­is­mat fram­kvæmda og áætl­ana og skipu­lagslög­um miðar að því að ein­falda reglu­verk, sem eyk­ur skil­virkni í fram­kvæmd lag­anna, og fest­ir máls­hraðareglu stjórn­sýslu­rétt­ar bet­ur í sessi. Nái frum­varpið fram að ganga verða um­sagnaraðilar að virða tíma­frest – sem er átta vik­ur. Ber­ist ekki um­sögn áður en frest­ur renn­ur út skal líta svo á að viðkom­andi stofn­un samþykki efn­is­lega um­sókn­ina. Þannig verður ekki hægt að tefja fram­vindu mála í kerf­inu, líkt og nú er því miður al­gengt. Þetta á jafnt við um virkj­an­ir sem aðrar fram­kvæmd­ir.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir hef­ur ásamt fleiri þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins lagt fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um árs­reikn­inga þar sem stærðarmörk ör­fyr­ir­tækja eru hækkuð. Þetta þýðir að þung­um kostnaði verður létt af mörg­um litl­um fyr­ir­tækj­um. Kerfið virðist ætla að streit­ast á móti, en allt at­vinnu­lífið hvet­ur þingið til dáða. Fyr­ir mörg fyr­ir­tæki gæti þessi breyt­ing skipt meira máli í rekstri en lækk­un tekju­skatts!

Hér skal það full­yrt að eitt stærsta hags­muna­mál Íslend­inga á kom­andi árum sé að skera upp reglu­verkið, ein­falda það og gera skilj­an­legra. Tryggja að „kerfið“ vinni með at­vinnu­líf­inu og þjóni fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um. Al­veg með sama hætti og nauðsyn­legt er að hugað sé að sam­keppn­is­hæfni lands­ins þegar tekn­ar eru ákv­arðanir um skatta og gjöld er lífs­nauðsyn­legt að sama hugs­un ráði för við laga- og reglu­setn­ingu. Auðveld­asta leið okk­ar til að auka sam­keppn­is­hæfni sam­fé­lags­ins er að tryggja ein­fald­ara og skil­virk­ara reglu­verk en í öðrum lönd­um Evr­ópu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. maí 2024.