Bjarni minnist Guðmundar í Morgunblaðinu

Í dag verður bor­inn til graf­ar Guðmund­ur H. Garðars­son fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem lést í hárri elli 95 ára.

Guðmund­ur sat á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á ár­un­um 1974-1978 og 1987-1991 og tók auk þess alloft sæti sem varaþingmaður á alls 18 lög­gjaf­arþing­um. Við vor­um ekki samtíða á þingi, en ekki fór hann fram hjá mér frem­ur en öðrum ung­um sjálf­stæðismönn­um á sín­um tíma.

Rök­fast­ur stjórn­mála­maður, bar­áttumaður fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins, versl­un­ar­frelsi og ekki síst vest­rænni sam­vinnu. Stjórn­mála­maður sem lét hag launþega sig varða og fór fyr­ir hags­muna­bar­áttu þeirra. Bæði inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins sem og inn­an sam­taka launþega. Ég var svo hepp­inn að kynn­ast Guðmundi vel og tókst með okk­ur góð vinátta.

Guðmund­ur var öfl­ug­ur fé­lags­mála­maður. Hann var prúður í fram­komu en jafn­framt fylg­inn sér. Hann starfaði að bætt­um kjör­um launa­fólks sem formaður Verzl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­vík­ur um langt ára­bil. Hann var fyrsti sjálf­stæðismaður­inn sem tók sæti í miðstjórn ASÍ eft­ir að hafa ásamt öðrum lagt mikla bar­áttu í að VR yrði aðili að sam­band­inu. Guðmund­ur var einn þeirra brautryðjenda sem lögðu grunn­inn að Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna og upp­bygg­ingu líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins á Íslandi. Í hans for­mannstíð varð VR að ein­um öfl­ug­ustu launþega­sam­tök­um lands­ins. Guðmund­ur þekkti at­vinnu­lífið vel og starfaði m.a. í um 40 ár hjá Sölu­miðstöð hraðfrysti­hús­anna. Sú reynsla nýtt­ist vel í hans störf­um, hvort sem var á þingi eða í bar­áttu fyr­ir launa­fólk.

Auk þing­mennsku var Guðmund­ur lengi virk­ur í grasrót­ar­starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann sat um ára­bil í miðstjórn flokks­ins, var formaður Varðar – full­trúaráðsins í Reykja­vík og virk­ur á vett­vangi Verka­lýðsráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins, svo fátt eitt sé nefnt. Störf hans voru vel met­in af sam­flokks­mönn­um hans og leituðu marg­ir til hans um góð ráð.

Guðmund­ur var afar vel liðinn í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins. Á Alþingi hafði hann for­ystu í umræðum um líf­eyr­is­mál og mik­il­væg mál sem sneru að vinnu­markaðnum. Hann barðist einnig fyr­ir af­námi ein­ok­un­ar rík­is­ins á rekstri ljósvakamiðla og átti jafn­framt tölu­verðan þátt í lausn land­helg­is­deil­unn­ar. Þá sat hann í þing­manna­sam­tök­um NATO og var fyrsti formaður Varðbergs, sam­taka um vest­ræna sam­vinnu og alþjóðamál.

Guðmund­ur naut mik­ils trausts sam­ferðafólks síns og var val­inn til trúnaðarstarfa víða. Í störf­um sín­um kom hann mörgu í verk og var far­sæll. Hann var ein­arður fylg­ismaður grunn­gilda Sjálf­stæðis­flokks­ins og lá ekki á liði sínu í bar­átt­unni fyr­ir fram­gangi þeirra.

Skömmu eft­ir að ég tók fyrst þing­sæti fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, árið 2003, kom Guðmund­ur að máli við mig við Aust­ur­völl mjög áhuga­sam­ur um þing­störf­in og vildi leggja gott til mál­anna. Hann hvatti mig einnig til að ger­ast áskrif­andi að The Sunday Times í Ey­munds­son í Aust­ur­stræti. Það væri gagn­legt til að fylgj­ast vel með straum­um og stefn­um í bresku þjóðlífi og á alþjóðavísu. Ég fylgdi þess­um ráðum og mun ávallt hugsa til Guðmund­ar með hlýhug fyr­ir fjöl­mörg upp­byggi­leg sam­töl og skemmti­leg­ar sög­ur úr stjórn­mála- og at­vinnu­lífi síðustu ald­ar.

Fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins þakka ég Guðmundi gott ævi­starf í þágu sjálf­stæðis­stefn­unn­ar og votta fjöl­skyldu hans inni­lega samúð við frá­fall hans.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.

Minningargreinin birtist í Morgunblaðinu 3. maí 2024 á útfarardegi Guðmundar.