Verðmætasköpun í dag – og á morgun

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Af ein­hverj­um ástæðum hef­ur sam­tal okk­ar um verðmæta­sköp­un vikið fyr­ir öðrum þátt­um þjóðfé­lagsum­ræðunn­ar. Við verj­um – eða eyðum – mikl­um tíma í að ræða ýmis mál, sem þó missa marks ef við hug­um ekki að verðmæta­sköp­un. Þarna beini ég spjót­um mín­um að öll­um stjórn­mála­mönn­um og ég er ekki und­an­skil­in. Auðvitað er al­mennt vilji til að gera bet­ur og það er al­menn reynsla mín að bæði stjórn­mála­menn og aðrir sem taka þátt í þjóðfé­lagsum­ræðu vilji láta gott af sér leiða og bæta sam­fé­lagið. Það er eng­in ástæða til að gera lítið úr því.

Aft­ur á móti ger­ist lítið ef við hug­um ekki að verðmæta­sköp­un. Og það er í raun ekki nóg að huga að henni, við þurf­um að beita okk­ur fyr­ir því að skapa hér verðmæti. Við erum svo hepp­in að búa í vel­meg­un­ar­sam­fé­lagi, þar sem okk­ur hef­ur tek­ist að virkja og nýta auðlind­ir, hug­vitið og sköp­un­ar­kraft­inn í sam­fé­lag­inu. Þess vegna er Ísland eitt besta land í heimi þegar horft er til lífs­gæða.

Ekk­ert af þessu er þó sjálfsagt og það er í raun auðveld­ara að klúðra þessu en hitt. Of háir skatt­ar geta til að mynda dregið úr dugnaði, of þungt reglu­verk get­ur hindrað ný­sköp­un og fram­sækni og óskil­virkt kerfi hins op­in­bera get­ur dregið úr nýj­um tæki­fær­um í at­vinnu­líf­inu – svo nokk­ur dæmi séu tek­in. Allt dreg­ur þetta úr verðmæta­sköp­un, því það er at­vinnu­lífið sem skap­ar verðmæt­in og ger­ir það að verk­um að hér rík­ir hag­sæld. Það er verðmæta­sköp­un­in sem trygg­ir að hér sé til staðar heil­brigðis- og mennta­kerfi, að hægt sé að tryggja ör­yggi íbúa og að hægt sé að veita þeim aðstoð sem þurfa á henni að halda. Ekk­ert af þessu ger­ist án verðmæta­sköp­un­ar. Það er ekki skoðun, held­ur staðreynd.

Hér rík­ir sam­fé­lags­leg sátt um jafnt aðgengi að mennt­un og heil­brigðisþjón­ustu. Mennt­un er öfl­ug­asta og skil­virk­asta verk­færið í að tryggja öll­um jöfn tæki­færi og aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu og eyk­ur lífs­gæði þeirra sem hér búa. Sam­hengi verðmæta­sköp­un­ar og vel­ferðar verður ekki rofið.

Í fjár­mála­áætl­un boðum við stuðning við verðmæta­sköp­un framtíðar. Fjár­magni til há­skóla er út­hlutað í gegn­um nýja ár­ang­ur­s­tengda fjár­mögn­un með skýr­um hvöt­um til auk­inna gæða. Fjár­fest er áfram í stuðningi við rann­sókn­ir og þróun ís­lenskra ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Efl­ing ný­sköp­un­ar í at­vinnu­líf­inu er stór liður í áform­um stjórn­valda um stuðning við vaxt­ar­getu hag­kerf­is­ins til að örva fram­leiðniþróun, auka stöðug­leika og ýta und­ir verðmæta­sköp­un til framtíðar.

Við verðum að til­einka okk­ur lang­tíma­hugs­un í stað þess að hugsa bara í kjör­tíma­bil­um. Horfa til framtíðar, ekki aðeins fyr­ir okk­ur sjálf held­ur einnig fyr­ir þær kyn­slóðir sem á eft­ir okk­ur koma. Verk­efnið er að tryggja hér hag­sæld, ekki bara í dag held­ur líka á morg­un.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. apríl 2024.