Þingflokkurinn á Vestfjörðum um helgina

Um helgina verða ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins á ferð um Vestfirði.

Patreksfjörður á laugardag

Þingflokkurinn verður á Patreksfirði laugardaginn 20. apríl og býður til fundar í félagsheimilinu kl. 18:30.  Beint í kjölfarið slá frambjóðendur D-lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð upp dýrindis veislu þar sem gestum verður boðið upp á grillað sjávarfang og léttar veitingar. Veisluhöldin standa til kl. 22:00 og gefst þátttakendum færi á að taka upp létt spjall við frambjóðendur D-listans, þingmenn og ráðherra.

Ísafjörður á sunnudag

Sunnudaginn 21. apríl verður hádegisfundur kl. 12:00 í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði með forsætisráðherra, þingmönnum og öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Boðið verður upp á sjávarréttasúpu. Sjálfstæðismenn hvattir til að mæta í spjall um þau málefni sem á brenna.

Ferðin er framhald á árlegri hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins um landið þar sem þingmenn heimsækja alla landsfjórðunga. Næsti hluti hringferðar er áætlaður laugardaginn 27. apríl í Vestmanaeyjum.