Sögulegt þing Norðurlandaráðs í Færeyjum

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs:

Um­bylt­ing er að verða í nor­rænu sam­starfi vegna kröfu Fær­ey­inga og Græn­lend­inga um fulla aðild að Norður­landaráði og vegna inn­göngu Svía og Finna í NATO.

Árlegt vorþing Norður­landaráðs, sem haldið var 8.-9. apríl sl., var sögu­legt að því leyti að það fór í fyrsta sinn fram í Fær­eyj­um. Þetta var jafn­framt í fyrsta sinn sem Norður­landaráð kom sam­an eft­ir inn­göngu Svía í Atlants­hafs­banda­lagið í mars sl. og enn­frem­ur á banda­lagið 75 ára af­mæli á þessu ári. Af þessu til­efni bauð Norður­landaráð Louise Dedichen, varaaðmírál og fasta­full­trúa Nor­egs í hernaðar­nefnd NATO, að vera gesta­fyr­ir­les­ari á þing­inu.

Þema þings­ins var „ör­yggi, friður og viðbúnaður á Norður-Atlants­hafi“ en þessi viðfangs­efni eru öll hluti af for­mennsku­áætlun Íslands í Norður­landaráði 2024.

Norður­landaráð í lyk­il­hlut­verki í ör­ygg­is­má­laum­ræðu

Dedichen sagði í sínu er­indi að inn­ganga Finna og Svía í Atlants­hafs­banda­lagið væri ákaf­lega já­kvæð þróun og opnaði nýja mögu­leika í sam­starfi Norður­landa í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ég tek und­ir þetta og sé fyr­ir mér að Norður­landaráð geti gegnt mik­il­vægu hlut­verki í að efla sam­vinnu land­anna á þessu sviði. Á þing­inu í Fær­eyj­um benti ég sér­stak­lega á að vegna þess að í Norður­skauts­ráðinu og þing­manna­sam­starf­inu um norður­slóðamál er ekki fjallað um ör­ygg­is­mál geti Norður­landaráð orðið lyk­il­vett­vang­ur fyr­ir þá umræðu.

Dedichen talaði um að nor­rænu rík­in hefðu sofið á verðinum eft­ir lok kalda stríðsins og af­vopn­ast of mikið. Hún nefndi einnig að til­raun­ir til að koma á auknu sam­starfi á síðustu árum, til dæm­is í inn­kaup­um á búnaði, hefðu gengið mis­vel. Nú þyrftu lönd­in að herða sig í að byggja upp her­gagnaiðnað og nýta þau tæki­færi sem NATO-aðild allra ríkj­anna veit­ir.

Pia Hans­son, for­stöðumaður Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, tók einnig þátt í umræðunum og lagði áherslu á að nor­rænu lönd­in störfuðu sam­an að því að byggja upp þekk­ingu á sviði varn­ar- og ör­ygg­is­mála.

Deilt um stöðu Fær­eyja og Græn­lands

Á þing­inu í Fær­eyj­um var kynnt loka­skýrsla starfs­hóps sem for­sæt­is­nefnd Norður­landaráðs skipaði í fyrra til að gera til­lög­ur að breyt­ing­um á Hels­ing­fors­samn­ingn­um, grund­vall­arsátt­mála nor­ræns sam­starfs, sem und­ir­ritaður var 1962. Hanna Katrín Friðriks­son hef­ur leitt vinnu hóps­ins síðustu mánuðina og sagði frá niður­stöðunum á þing­inu. For­sæt­is­nefnd Norður­landaráðs mun fjalla um skýrsl­una á næst­unni en von­ir standa til að end­an­leg­ar til­lög­ur Norður­landaráðs til rík­is­stjórna land­anna verði samþykkt­ar á Norður­landaráðsþingi í Reykja­vík í haust. End­ur­skoðun samn­ings­ins er eitt af áherslu­mál­un­um í for­mennsku­áætlun Íslands í Norður­landaráði.

Al­menn samstaða er inn­an Norður­landaráðs um að bæta eigi við ákvæðum um sam­starf land­anna í ör­ygg­is-, varn­ar- og viðbúnaðar­mál­um, lofts­lag­mál­um og fleiri mála­flokk­um sem af sögu­leg­um ástæðum eru ekki með í samn­ingn­um nú. Ágrein­ing­ur er á hinn bóg­inn um kröf­ur Fær­ey­inga og Græn­lend­inga um að fá fulla aðild að nor­ræna þing­manna- og rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu til jafns við Dan­mörku, Nor­eg, Finn­land, Svíþjóð og Ísland.

Ég held mér sé óhætt að segja að meðal ís­lenskra þing­manna sé al­menn­ur og sterk­ur stuðning­ur við málstað Fær­ey­inga og Græn­lend­inga. Við höf­um þó jafn­framt tekið að okk­ur það hlut­verk að reyna að miðla mál­um og finna fær­ar leiðir til þess að þess­ar ná­granna- og vinaþjóðir okk­ar nái mark­miðum sín­um.

Mik­ill þungi er á bak við kröf­ur þess­ara landa. Á þingi Norður­landaráðs í Fær­eyj­um ít­rekuðu Græn­lend­ing­ar að ef ekki yrði gengið til móts við þá myndu þeir al­var­lega íhuga stöðu sína og þátt­töku í nor­rænu sam­starfi. Þetta hef­ur Múte B. Egede for­sæt­is­ráðherra Græn­lands sagt oft­ar en einu sinni á op­in­ber­um vett­vangi. Skömmu eft­ir að þing­inu lauk lýsti þingmaður­inn Joh­an Dahl, sem verið hef­ur full­trúi Fær­ey­inga í starfs­hópn­um um end­ur­skoðun Hels­ing­fors­samn­ings­ins, þeirri skoðun að Fær­ey­ing­ar ættu að ganga úr Norður­landaráði fengju þeir ekki fulla aðild.

Dönsk stjórn­völd hafa lýst stuðningi við ósk­ir Fær­ey­inga og Græn­lend­inga en andstaða kem­ur nú helst frá Sví­um og Finn­um. Það verður eitt helsta verk­efni okk­ar Íslend­inga á for­mennsku­ár­inu að reyna að finna lausn­ir á þessu erfiða máli. Það er al­ger­lega óviðun­andi og gríðarleg­ur miss­ir fyr­ir Íslend­inga og önn­ur ríki Norður­landa ef þess­ar þjóðir draga úr þátt­töku sinni í nor­rænu sam­starfi eða jafn­vel hverfa úr því að fullu.

Íslensk til­laga um ráðgjaf­ar­nefnd í mennta­mál­um

Íslensk­ir þing­menn voru áber­andi og virk­ir á vorþing­inu. Íslands­deild Norður­landaráðs stóð í sam­ein­ingu að til­lögu um að skipuð yrði ráðgjaf­ar­nefnd sér­fræðinga til að leiðbeina mennta­málaráðherr­um land­anna um aðgerðir til að bæta náms­ár­ang­ur nem­enda á Norður­lönd­um með sér­stakri áherslu á bætt­an les- og orðskiln­ing.

Að til­lögu Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur gaf for­sæt­is­nefnd Norður­landaráðs út yf­ir­lýs­ingu þar sem skorað er á rík­is­stjórn­ir Norður­landa að hvetja og styðja Ísra­els­menn og Palestínu­menn til að stuðla að friði og sátt­um með friðarsamn­ingi sem bygg­ist á alþjóðarétti og álykt­un­um Sam­einuðu þjóðanna. Til­lag­an er sam­hljóða til­mæl­um sem Norður­landaráð samþykkti árið 2015.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. apríl 2024.