Ekki flókinn boðskapur

Óli Björn Kárason, alþingismaður:

Ég ætla að byrja á full­yrðingu: Eng­inn ann­ar stjórn­mála­flokk­ur en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur burði eða getu til að boða til op­ins fund­ar með tveggja til þriggja daga fyr­ir­vara þar sem um 800 manns mæta. Það var ekki ónýtt vega­nesti sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra, ráðherr­ar og þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins fengu frá fund­ar­gest­um síðastliðinn laug­ar­dag. Vega­nesti sem er nauðsyn­legt þegar lagt er af stað í nýrri rík­is­stjórn.

Á laug­ar­dag­inn sannaðist enn og aft­ur að kraft­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins ligg­ur hjá al­menn­um flokks­mönn­um sem eru reiðubún­ir að taka til hend­inni, leggja á sig vinnu og fyr­ir­höfn til að móta stefnu flokks­ins og berj­ast fyr­ir fram­gangi henn­ar. Póli­tískt sjálfs­traust styrk­ist án hroka eða yf­ir­læt­is.

Skila­boð for­sæt­is­ráðherra voru skýr: Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er byggður á sterk­um hug­mynda­fræðileg­um grunni. Hug­mynda­bar­átt­an verður á for­send­um Sjálf­stæðis­flokks­ins en ekki á for­send­um póli­tískra and­stæðinga. Sjálf­stæðis­fólk tek­ur þátt í þjóðfé­lagsum­ræðunni með mál­efna­leg­um hætti. „Póli­tísk umræða þarf að vera grund­völluð á heil­brigðri lýðræðis­legri umræðu. Ekki sleggju­dóm­um, netárás­um eða hvað þú vilt kalla það,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son í ræðu sinni á fund­in­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn velji aldrei að standa á hliðarlín­unni held­ur sæk­ist eft­ir ábyrgð til að hrinda hug­sjón­um sín­um í fram­kvæmd.

Trú­in á fólkið

For­sæt­is­ráðherra und­ir­strikaði að þrátt fyr­ir allt væri hvergi betra að búa en á Íslandi, þótt marg­ir stjórn­mála­menn væru feimn­ir að kann­ast við það:

„Það voru ekki borg­ara­laun, það voru ekki hærri skatt­ar, það voru ekki auk­in rík­is­um­svif sem tryggðu að við færðumst úr því að vera fá­tæk­asta ríki álf­unn­ar yfir í að vera þetta mesta vel­sæld­ar­ríki. Nei. Það voru áhersl­ur sem við höf­um talað fyr­ir all­an tím­ann – áhersl­ur sem eru í grunn­gild­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Og við lít­um á það sem okk­ar hlut­verk að máta stefn­una við ástandið í þjóðfé­lag­inu hverju sinni og aðlaga okk­ur aðstæðum, bregðast við í sam­ræmi við það sem fólkið í land­inu kall­ar eft­ir. Við höf­um aldrei þurft að skipta um kenni­tölu, aldrei breytt grunn­gild­un­um. Við erum ein­fald­lega að þessu fyr­ir fólkið í land­inu eins og það þarf á að halda hverju sinni.

Það var ein­stak­lings­fram­takið – trú­in á fólkið í land­inu – sem skipti sköp­um.“

Öllum fund­ar­gest­um var ljóst að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ráðherr­ar sem tóku til máls ætla að láta verk­in tala á kom­andi vik­um og mánuðum. „Boðskap­ur­inn sem sam­ein­ar okk­ur sem aðhyll­umst stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins er ekk­ert flók­inn,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og vara­formaður flokks­ins.

Póli­tísk sýn Þór­dís­ar Kol­brú­ar end­ur­spegl­ar vel grunn­hug­sjón­ir Sjálf­stæðis­fólks:

Við vilj­um ekki óþarfa rík­is­um­svif, við vilj­um þvert á móti ein­falda kerf­in.

Við þurf­um ekki hærri skatta held­ur lægri skatta; við þurf­um ein­fald­lega að fara bet­ur með annarra manna fé.

Við þurf­um ekki nýj­ar stofn­an­ir, við þurf­um að fækka þeim um a.m.k. helm­ing.

Við þurf­um ekki að eiga Póst­inn, við þurf­um að tryggja að fólk fái póst­inn sinn.

Við þurf­um ekki að eiga banka, við þurf­um að tryggja að reglu­verkið sé ör­uggt, sam­keppn­is­hæft og skýrt.

Við þurf­um ekki rík­i­s­vætt trygg­inga­fé­lag, við þurf­um að selja banka.

Við þurf­um ekki auk­in út­gjöld, við þurf­um lægri út­gjöld.

Við þurf­um ekki flókn­ara reglu­verk, við þurf­um miklu, miklu ein­fald­ara reglu­verk.

Við þurf­um ekki fleiri áætlan­ir um minni los­un, við þurf­um græna orku. Og mikið af henni, strax.

Við þurf­um ekki meiri for­ræðis­hyggju, við þurf­um meira frelsi.

Við þurf­um sjálfs­traust til að halda úti mynd­ugri ör­ygg­is- og varn­ar­mála­stefnu. Við þurf­um að vera verðugir banda­menn og tala um hlut­ina eins og þeir eru.

Fyr­ir­heit gef­in

Í mörgu minnti laug­ar­dags­fund­ur­inn á lands­fundi okk­ar Sjálf­stæðismanna. Þeir eru ekki haldn­ir til að gára vatnið í stutta stund held­ur til að móta stefnu öfl­ug­asta stjórn­mála­flokks lands­ins og leysa úr læðingi ólýs­an­leg­an kraft sem býr í Sjálf­stæðis­fólki um allt land.

Eðli­lega hafa marg­ir úr röðum Sjálf­stæðis­flokks­ins haft efa­semd­ir um rétt­mæti þess að halda áfram sam­starfi flokka sem tóku hönd­um sam­an árið 2017. Það skal játað að ég var einn þeirra. En tónn­inn sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur slegið á fyrstu dög­um nýrr­ar rík­is­stjórn­ar – með skýra sýn á aðal­atriðin – sann­fær­ir flesta um rétt­mæti þess að halda sam­vinn­unni áfram, und­ir hans for­ystu. For­gangs­verk­efn­in liggja fyr­ir: Landa­mær­in verða var­in, hindr­un­um í vegi grænn­ar orku­öfl­un­ar rutt úr vegi og með mark­viss­um aðgerðum verður byggt und­ir lækk­un verðbólgu og vaxta.

Fyr­ir­heit hafa verið gef­in. Vænt­ing­ar byggðar upp. Öllum er ljóst hvað er mik­il­væg­ast. Vilj­inn og staðfest­an er fyr­ir hendi hjá for­sæt­is­ráðherra og þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins. Og aðeins þannig næst ár­ang­ur.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. apríl 2024.