Þegar á móti blæs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir alþingismaður:

Það er alltaf viðfangs­efni stjórn­mála­manna að at­huga hvort þau fjöl­mörgu verk­efni sem hið op­in­bera sinn­ir séu skyn­sam­leg nýt­ing á al­manna­fé. Umræða um rík­is­fjár­mál­in snýst að mestu um for­gangs­röðun fjár­muna en á þess­um tíma­mót­um sem við stönd­um á núna þarf að leggja fram al­vöru­til­lög­ur til að stuðla að aðhaldi í rík­is­rekstri. Útgjalda­aukn­ing­unni verður að linna.

Nýr fjár­málaráðherra mun von bráðum kynna fjár­mála­áætl­un til fjög­urra ára. Und­an­farn­ar vik­ur hef ég lagt fram fyr­ir­spurn­ir á alla ráðherr­ana þar sem ég óska eft­ir gögn­um um út­gjöld ráðuneyt­anna í þeim til­gangi að varpa skýru ljósi á út­gjöld sem í ein­hverj­um til­fell­um kunna að sam­rýmast illa til­gangi og mark­miði þjón­ustu hins op­in­bera og eru ekki til þess fall­in að ná mark­miðum um lægri verðbólgu og þar af leiðandi lægri vexti.

Rík­i­s­væðing fé­laga­sam­taka og aug­lýs­inga­her­ferðir

Í fyrsta lagi lagði ég fram fyr­ir­spurn um kostnað við aug­lýs­inga­mál, kynn­ing­ar­mál, viðburði og ráðstefn­ur. Það ligg­ur fyr­ir að op­in­ber­ar stofn­an­ir hafa lagt veru­lega fjár­muni í aug­lýs­inga­her­ferðir sem erfitt er að sjá að sam­ræm­ist til­gangi og verk­efn­um stofn­un­ar­inn­ar. Gjarn­an eru svo haldn­ar ráðstefn­ur víða af hálfu ráðuneyt­anna og stofn­ana þeirra, með mikl­um til­kostnaði, þar sem slík­ir viðburðir og út­breiðsla skila­boða þeirra hafa jafn­an verið tald­ir ár­ang­urs­rík­ir jafn­vel þegar aðsókn á þessa sömu viðburði skipt­ir aðeins ör­fá­um tug­um ein­stak­linga.

Í öðru lagi spurðist ég fyr­ir um kostnað ráðuneyt­anna og und­ir­stofn­ana þeirra til frjálsra fé­laga­sam­taka, hvort í gildi væru regl­ur um út­hlut­an­ir styrkja til fé­laga­sam­taka og þá hvort fram­kvæmt væri mat á ár­angri af styrk­veit­ing­un­um. Það verður áhuga­vert að lesa sam­an svör ráðuneyt­anna til að sjá hvort þau greiði mörg sömu fé­lög­un­um styrki og hvernig ávinn­ing­ur­inn af slík­um styrk­veit­ing­um er met­inn fyr­ir sam­fé­lagið. Auk þess er hollt að velta því upp hvort hér sé verið að rík­i­s­væða frjáls fé­laga­sam­tök með því að gera þau háð rík­is­styrkj­um.

Þriðja fyr­ir­spurn­in sner­ist um lög­bundn­ar nefnd­ir á veg­um ráðuneyt­anna, hver ár­leg­ur kostnaður hef­ur verið við þær. Hvaða starfs­hóp­ar og nefnd­ir hafi verið sett­ar á lagg­irn­ar og þá hvort ráðherra hafi skoðað það að leggja niður nefnd­ir.

Stór­ar áskor­an­ir

Fyr­ir ís­lensku sam­fé­lagi liggja stór­ar áskor­an­ir, hvort sem það eru jarðeld­ar á Reykja­nes­inu eða of­an­flóðahætta á Vest­fjörðum, Norður­landi og Aust­fjörðum, verðbólga og vext­ir eða ófriður víða um heim. Þá er það hlut­verk okk­ar stjórn­mála­manna að halda fast í taum­ana, hvort held­ur sem er þegar vel geng­ur eða þegar á móti blæs. Á þess­um tíma­mót­um þurf­um við að skerpa bet­ur á hlut­verki rík­is­ins og tryggja að fjár­mun­ir al­menn­ings nýt­ist með sem hag­kvæm­ust­um hætti og fari raun­veru­lega í þau verk­efni sem snúa að nauðsyn­legri þjón­ustu við fólkið í land­inu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. apríl 2024.