Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður gestur laugardagsfundar Varðar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 20. apríl kl 10:30.
Sigurður Ágúst mun fjalla um Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, starfsemi þess, markmið og tilgang auk þess sem að hann mun fjalla um helstu hagsmunamál eldra fólks um þessar mundir, þ.á.m. kjara- og húsnæðismál.
Heitt á könnunni!
Félag eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík
Laugardagsfundir Varðar eru öllum opnir og eru haldnir á vegum Varðar og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Að þessu sinni sér Félag eldri sjálfstæðismanna í Reykjavík, um skipulag fundarins.