Þórdís Kolbrún, Njáll og Berglind á fjölmennum fundi

Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður sóttu fjölmennan fund sjálfstæðismanna á Akureyri fimmtudaginn 11. apríl.

Fjörugar umræður urðu á fundinum og voru gestir sérstaklega áhugasamir um nýja ríkisstjórn og stöðuna í stjórnmálunum almennt.

Innviðauppbygging lá þungt á fundarmönnum og mikilvægi þess að ná niður vöxtum og verðbólgu auk þess sem staðan í utanríkismálum var mikið rædd. Íris Ósk Gísladóttir formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar stýrði fundinum.