Mynd af althingi.is

Aðalfundur Norðvesturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldinn að Laugum í Sælingsdal laugardaginn 13. apríl nk. kl. 14:00.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla fráfarandi stjórnar og reikningar kjördæmisráðsins.
  2. Lagabreytingar
  3. Ákvörðun árgjalds.
  4. Stjórnarkjör.
    • Kosning formanns.
    • Kosning 7 stjórnarmanna.
    • Kosning 8 varamanna.
  5. Kosning kjörnefndar.
  6. Kosning fulltrúa í flokksráð skv. 13. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
  8. Kosning í uppstillingarnefnd
  9. Kosning fulltrúa í miðstjórn skv. 23. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.
  10. Önnur mál.
    • Stjórnmálaályktun
    • Önnur mál

 

Um kvöldið verður slegið upp í allsherjar veislu þar sem veislustjóri verður enginn annar en Brynjar Níelsson. Kvöldverðurinn verður opinn öllum sjálfstæðismönnum og eru fulltrúar sérstaklega hvattir til að taka maka með sér. Tekin hafa verið frá hótelherbergi á staðnum fyrir kjördæmisráðið. Nánari upplýsingar um verð og pantanir verða birtar eftir páska.

Á mínum síðum á xd.is er hægt að sjá hverjir eru aðal- og varafulltrúar á aðalfundinum ef einhver er í vafa.

Sigríður Ólafsdóttir
formaður kjördæmisráðs