Íslenskan og óþægi þingmaðurinn

Birgir Þórarinsson alþingismaður:

Of­ur­vald ensku er stærsta ógn­in sem steðjar að ís­lensku sjálf­stæði um þess­ar mund­ir. Hætt er við því að ís­lenska þjóðin glati full­veldi sínu ef ekk­ert verður að gert. Það er hag­ur ís­lensku að inn­flytj­end­ur læri málið, seg­ir Ármann Jak­obs­son, formaður Íslenskr­ar mál­nefnd­ar og pró­fess­or í ís­lensk­um bók­mennt­um fyrri alda við Há­skóla Íslands. Þetta er okk­ur al­var­leg áminn­ing.

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, fyrr­ver­andi pró­fess­or í ís­lensku, sem virðist lítið hafa fyr­ir stafni á eft­ir­laun­um annað en að tala ís­lensk­una niður, hef­ur ekki sömu áhyggj­ur af stöðu tungu­máls­ins.

Stór­yrti pró­fess­or­inn á eft­ir­laun­um

Grein­ar­höf­und­ur var and­víg­ur frum­varpi um manna­nöfn sem var lagt fram á Alþingi 2020. Frum­varpið varð ekki að lög­um. Í frum­varp­inu stóð til að heim­ila öll­um að taka upp ætt­ar­nafn. Af­leiðing­in hefði orðið sú að okk­ar helsta sér­kenni, að hver kenni sig við föður eða móður, hyrfi smátt og smátt. Fyr­ir­huguð breyt­ing á manna­nafna­lög­gjöf hefði einnig haft nei­kvæð áhrif á ís­lensk­una. Nöfn og beyg­ing þeirra eru jafn mik­il­væg og all­ur ann­ar ís­lensk­ur orðaforði. Riðlist beyg­ing­ar­kerfið fer að hrikta í stoðum ís­lenskr­ar tungu. Íslensk manna­nöfn eru hluti ís­lensks máls og því er það stór þátt­ur í vernd­un máls­ins að ís­lensk manna­nöfn sam­ræm­ist ís­lensku beyg­ing­ar­kerfi. Þetta hef­ur okk­ar helsti sér­fræðing­ur í manna­nöfn­um, dr. Guðrún Kvar­an, bent á. Pró­fess­or Ei­rík­ur fann mál­flutn­ingi mín­um í manna­nafna­mál­inu allt til foráttu. Sakaði hann mig um „fá­fræði“, „belg­ing“ og „vera úti á túni“.

Ég ber að sjálf­sögðu virðingu fyr­ir pró­fess­orn­um fyrr­ver­andi, þó svo að hann hafi reglu­lega uppi stór­yrði í minn garð þegar ég tjái mig um ís­lensk­una. Ég erfi það ekki við hann en tel að hann ætti ef til vill að huga bet­ur að skyld­um sín­um við ís­lenska tungu.

Íslensku­kennsla í barna­sjón­varpi skot­in í kaf

Grein­ar­höf­und­ur er með í smíðum þings­álykt­un­ar­til­lögu um að RÚV verði falið að fram­leiða kennsluþætti í ís­lensku fyr­ir ung börn. Þætt­irn­ir myndu fara yfir ís­lenska staf­rófið, ein­föld orðtök og orðatil­tæki svo eitt­hvað sé nefnt. Þeir yrðu síðan sýnd­ir í barna­sjón­varpi RÚV og gætu til að mynda reynst hjálp­leg­ir þeim börn­um þar sem ís­lenska er ekki móður­mál heim­il­is­ins. Við vinnslu þings­álykt­un­ar­inn­ar ákvað ég að hringja í pró­fess­or Ei­rík og spyrja hann að því hvort hon­um lit­ist ekki vel á til­lög­una og hvort hann hefði ekki ein­hver góð ráð handa mér. Svo reynd­ist ekki vera. Ei­ríki leist ekk­ert á til­lög­una og hafði al­mennt nei­kvætt viðhorf gagn­vart henni. Ég bað hann þá að benda mér á ein­hverja ís­lensku­mann­eskju í Há­skól­an­um sem gæti aðstoðað mig við grein­ar­gerðina. Eirik­ur gerði það. Ég hafði síðan sam­band við viðkom­andi, en sú hin sama þurfti nokkra daga um­hugs­un­ar­fest og sagði svo nei.

Íslensk­an og stóra leigu­bíla­málið

Ný­verið steig pró­fess­or­inn aft­ur fram og nú í leigu­bíla­mál­inu svo­nefnda þegar ég kom því á fram­færi að ég hefði í smíðum frum­varp um að þeir sem hygðust taka próf til akst­urs leigu­bif­reiða þyrftu fyrst að stand­ast próf í ís­lensku. Fyr­ir­mynd­in er frá Dan­mörku þar sem próf í dönsku er skil­yrði í öll­um farþega­akstri. Er al­mennt litið svo á að breyt­ing­ar á lagaum­hverfi leigu­bif­reiða hafi tek­ist best í Dan­mörku á Norður­lönd­un­um. Nú sakaði pró­fess­or­inn mig um að leggja til „að ís­lensk­an yrði notuð op­in­ber­lega á óskamm­feil­inn hátt sem vopn í út­lend­inga­andúð“.

Ég mun að sjálf­sögðu áfram standa vörð um ís­lensk­una og læt ekki pró­fess­or­inn fyrr­ver­andi trufla mig í því, enda lít ég svo á að þetta sé ein af frum­skyld­um mín­um sem þing­manns. Fróðlegt verður að fylgj­ast með viðbrögðum pró­fess­ors­ins næst þegar ég legg orð í belg um varðstöðu fyr­ir okk­ar ein­staka og dýr­mæta tungu­mál.

Það skyldi þó ekki vera að pró­fess­or­inn á eft­ir­laun­um uni því mis­jafn­lega að maður á öðrum væng hins póli­tíska lit­rófs en hann sjálf­ur skuli koma ís­lensk­unni til varn­ar og vilji veg henn­ar sem mest­an.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. mars 2024.