Þórhallur Harðarson endurkjörinn formaður Norðausturkjördæmis

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn á Akureyri sl. laugardag.

Þórhallur Harðarson var endurkjörinn formaður kjördæmisráðs. Í stjórn voru einnig kjörin: Almar Marinósson, Benedikt Snær Magnússon, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Guðgeir Fannar Margeirsson, Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Hilmar Gunnlaugsson, Jakob Sigurðsson, Jósavin Heiðmann Arason, Karl Indriðason, Oddný Björk Daníelsdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson og Þórunn Sif Harðardóttir.

Í varastjórn voru kjörin: Jón Orri Guðjónsson, Vilmundur Aðalsteinn Árnason, Íris Ósk Gísladóttir, Daníel Sigurður Eðvaldsson, Hafþór Hermannsson, Telma Ósk Þórhallsdóttir, María H. Marinósdóttir,  Hjalti Gunnarsson, Hildur Brynjarsdóttir, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, Jóhanna Sigfúsdóttir, Elvar Magnússon, Þórður Birgisson, Kristinn Frímann Árnason og Harpa Halldórsdóttir.

Harpa Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs í aðalstjórn eftir átta ára setu, þar af síðustu þrjú árin sem gjaldkeri kjördæmisráðsins.

Almar Marinósson var kjörinn í miðstjórn af hálfu kjördæmisráðsins og varamaður hans var kjörinn Þórhallur Jónsson.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, voru gestir fundarins.

Vilhjálmur var fundarstjóri á aðalfundinum, Þórdís Kolbrún flutti þrumuræðu um stöðuna í pólitíkinni og Áslaug Arna stýrði vinnustofu um málefni kjördæmisins.

Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fluttu einnig ræður og fóru yfir pólitísku stöðuna, auk Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, varaþingmanns og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, sem sat á Alþingi í fæðingarorlofi Berglindar Óskar fyrir áramót.

Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var einnig gestur fundarins og flutti hvetjandi ræðu og fór yfir ungliðastarfið í flokknum og starf stjórnar SUS á starfsárinu.