Albert Guðmundsson nýr formaður Varðar

Albert Guðmundsson, lögfræðingur, f.v. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Heimdallar, var á laugardag kjörinn formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Albert tekur við af Agli Þór Jónssyni, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Auk Alberts voru kjörin í stjórn Bryndís Ýr Pétursdóttir, Einar S. Hálfdánarson, Guðfinna Ármannsdóttir, Janus Arn Guðmundsson, Óttar Guðjónsson, Rúna Malmquist og Sigurður Helgi Birgisson. Á aðalfundi Varðar eru sjö stjórnarmenn kjörnir auk formanns, en stjórn Varðar er að öðru leyti skipuð forystufólki úr sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins stýrði fundi.

„Ég hlakka til að taka við því öfluga starfi sem Vörður, eitt stærsta kjördæmisráð landsins, heldur úti. Ég fann fyrir miklum krafti á þinginu sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu vafalaust taka með sér inn í síðari hálfleik kjörtímabilsins,“ segir Albert.

„Málefnastaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sterk og ég efast ekki um að borgarbúar taki vel í þær hugmyndir sem rætt var um á Reykavíkurþinginu. Þar vakti helst athygli kynning á nýrri framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins í samgöngu- og skipulagsmálum, en Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja meðal annars koma nýjum stofnæðum höfuðborgarsvæðisins fyrir neðanjarðar. Nú er lag enda er ljóst að taka þarf upp aðalskipulag Reykjavíkurborgar vegna þeirrar nýju stöðu sem uppi er vegna Reykjaneselda. Nú þarf að horfa til norðurs og norðausturs og byggja Borgina við sundin,“ segir hann.

Á aðalfundi Varðar voru samþykktar þrjár ályktanir um útlendingamál sem finna má í viðhengi hér að neðan

Einnig er í viðhengi stjórnmálaályktun Reykjavíkurþings Varðar sem haldið var á laugardag. Í ályktun þingsins var meðal annars lögð áhersla á nýja nálgun í samgöngu- og skipulagsmálum.

Stjórnmálaályktun Reykjavíkurþings 2024