Aðalfundur Varðar

Aðalfundur Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, verður haldinn laugardaginn 9. mars 2024 kl. 9:00 í aðdraganda Reykjavíkurþings, í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík.

Dagskrá fundarins

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

Fyrir fundinum liggja tvær tillögur stjórnar Varðar um ályktanir í útlendingamálum sem er að finna hér að neðan sem viðhengi.

Framboðum skal skilað fyrir kl. 9:00 miðvikudaginn 6. mars, á netfangið jonb@xd.is.

Seturétt á aðalfundinum eiga allir sem sæti eiga í fulltrúaráðinu. Á mínum síðum á xd.is er hægt að sjá hvort fólk eigi sæti.

Athygli er vakin á Reykjavíkurþingi 2024 sem einnig fer fram 9. mars 2024, í kjölfar aðalfundarins. Skráning á þingið fer fram hér. Hér er að finna Facebook-viðburð Reykjavíkurþingsins.

Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík

Ályktanir