Þingflokkurinn fundaði á Flúðum

Á Flúðum í gær tóku Aldís Hafsteinsdóttir, sveitastjóri Hrunamannahrepps og Jón Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn á móti þingflokkum á Hill Hóteli í Hrunamannahreppi og buðu upp á kaffi og bakkelsi.

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ávarpaði samkomuna og þakkaði fyrir hlýlegar móttökur og reifaði stuttlega stærstu málin á dagskrá þingsins sem snerta hagsmuni Sunnlendinga.

Farið var um víðan völl í umræðum, m.a. var rætt um samgöngumál, ferðaþjónustu, landbúnað og ráðdeild í ríkisrekstri með raundæmum um hvar tækifæri liggja til að gera betur.