Á Selfossi tók Bragi Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, á móti þingflokki Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í gamla Landsbankahúsinu í gær.
Þingmenn flokksins settust niður með heimamönnum og ræddu þau mál sem helst brenna á íbúum Árborgar, s.s. samgögnumál, landbúnaðarmál og málefni hælisleitenda.
Af fundi loknum þakkaði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, fundargestum fyrir hlýlegar móttökur og áhugaverðar umræður.