Heimsóttu vinnustaði á Hvolsvelli

Fyrsta verk þingflokksins á hringferð sinni í dag voru vinnustaðaheimsóknir á Hvolsvelli. Heimsótti þingflokkurinn tvo ferðaþjónustufyrirtæki, Southcoast og Midgard ásamt því að skoða Leikskólann Örk á Hvolsvelli sem er í nýju og glæsilegu húsnæði.

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra ásamt Árnýju Hrund Svavarsdóttur og Sigríði Karólínu Viðarsdóttur sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tóku á móti þingflokknum og fylgdu þeim í vinnustaðaheimsóknirnar þar sem starfsemin á hverjum stað var kynnt og tekið gott spjall við þingmenn og ráðherra flokksins.