Fjölmenni hitti þingflokkinn í Friðheimum

Þingflokkurinn fékk ljúfar móttökur í nýrri og glæsilegri Vínstofu Friðheima í Reykholti í hádeginu í dag. Uppsveitafólk fjölmennti til að eiga opið samtal við þingmenn og framreidd var dýrindis tómatsúpa úr heimaræktuðum tómötum ásamt heimabökuðu brauði og fleiri kræsingum.

Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Suðurkjördæmis opnaði fundinn og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður lokaði fundi þar sem hún þakkaði fyrir móttökurnar og gagnleg samtöl.