Reyðarfjörður skartaði sínu fegursta í gær

Reyðarfjörður skartaði sínu fegursta þegar þingflokk Sjálfstæðisflokks bar að garði síðdegis á sunnudag.

Boðað var til opins fundar á Reyðarfirði. Gestir komu víða að úr Fjarðabyggð og ræddu við þingflokkinn um fjölmörg málefni. Íbúum var sérlega ofarlega í huga samgöngur, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og atvinnuuppbygging á svæðinu.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur síðustu ár nýtt kjördæmaviku á Alþingi í að hitta og eiga milliliðalaust samtal við Sjálfstæðismenn og kjósendur um land allt ásamt því að heimsækja fyrirtæki og atvinnurekendur.