Hornfirðingar hittu þingflokkinn á Heppu

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins rann í hlað á Höfn í Hornafirði síðdegis í dag í rigningu og roki eftir að hafa verið stuttlega veðurtepptur á Djúpavogi.

Þingflokkurinn fundaði fyrst með bæjarfulltrúum á Hornafirði þar sem farið var yfir þá ánægjulegu uppbyggingu sem nú á sér stað í sveitarfélaginu.

Í kjölfarið var boðað til opins fundar með Hornfirðingum á veitingastaðnum Heppu þar sem þingflokkurinn átti frábæra stund með bæjarbúum og rætt var vítt og breytt um hin ýmsu málefni.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur síðustu ár nýtt kjördæmaviku á Alþingi í að hitta og eiga milliliðalaust samtal við Sjálfstæðismenn og kjósendur um land allt ásamt því að heimsækja fyrirtæki og atvinnurekendur.

Í kvöld fundar þingflokkurinn með V-Skaftfellingum á Kirkjubæjarklaustri.