Funduðu með sjálfstæðisfólki á Akureyri

Létt var yfir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og heimamönnum á vel sóttum opnum fundi á Akureyri síðdegis í gær. Akureyringum voru ýmis mál ofarlega í huga, sér í lagi orkumál, samgöngumál og efnahagsmál.

Harpa Halldórsdóttir formaður fulltrúaráðsins á Akureyri ávarpaði hópinn ásamt Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins og Njáli Trausta Friðbertssyni oddvita flokksins í Norðausturkjördæmi.

Í kjölfar fundarisns þáðu þingmenn síðan heimboð trúnaðarmanna þar sem áfram var rætt um allt milli himins og jarðar, en einnig heimsóttu þingmenn flugstöðina á Akureyri áður en fundurinn hófst og kynntu sér starfsemina þar.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur síðustu ár nýtt kjördæmaviku á Alþingi í að hitta og eiga milliliðalaust samtal við sjálfstæðismenn og kjósendur um land allt ásamt því að heimsækja fyrirtæki og atvinnurekendur.