Frábær fundur á snæviþöktum Siglufirði

Um hádegisbil laugardaginn 24. febrúar lá leið þingflokksins á snæviþaktan Siglufjörð. Í ráðhúsinu á Siglufirði buðu heimamenn þingflokknum og öðrum gestum upp á dýrindis kjúklingasúpu.

Guðrún Hauksdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu, bauð gestina velkomna áður en Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður kjördæmisins, fór yfir málefni líðandi stundar. Í samræðum milli fundarmanna yfir heitri súpunni bar hæst á góma jarðgangnagerð og samgöngumál, orkumál og útlendingamál.

Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þakkaði gestgjöfum fyrir dýrindis veitingar og fundargestum fyrir komuna við lok fundarins.