Reykjavíkurþing 2024
'}}
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, boðar til Reykjavíkurþings 2024 í Valhöll dagana 8.-9. mars nk.
Sem venja er fer fram málefnavinna auk þess sem að erindi í formi örfyrirlestra og pallborðsumræðna verða í forgrunni sem og umræður um stjórnmálaástandið. Á stokk stíga kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bland við fagfólk og sérfræðinga í þeim málefnum sem rætt verður um. Fyrst og fremst munum við Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera okkur glaðan dag og snúa bökum saman.
Föstudagur - 8. mars 16:30 – 18:30
Skráning og afhending fundargagna
Móttaka í boði borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins
Laugardagur - 9. mars 10:00 – 17:30
Setning Reykjavíkurþings
Pallborðsumræður
Málefnastarf
Örfyrirlestrar
Umræður um stjórnmálaástandið
Skráning á Reykjavíkurþing 2024 er hér.
Taktu daginn frá!
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík