Aukum við gæðin með meiri miðstýringu eða heilbrigðri samkeppni?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Árið 1955 birti Milt­on Friedm­an rit­gerðina Hlut­verk hins op­in­bera í mennt­un, þar sem hann fær­ir rök fyr­ir því af hverju op­in­ber af­skipti af fjár­mögn­un mennt­un­ar eru rétt­læt­an­leg. Þar lagði hann til að hið op­in­bera ætti að láta for­eldra fá ávís­un fyr­ir mennt­un barn­anna og svo hefði fjöl­skyld­an frjálst val um skóla. Friedm­an hafði mikl­ar áhyggj­ur af stöðu mennta­kerf­is­ins á öll­um skóla­stig­um og taldi að skil­virk­asta leiðin til að bæta mennt­un væri heil­brigð sam­keppni á milli skóla um nem­end­ur. Skól­inn sem yrði fyr­ir val­inu fengi ávís­un­ina frá hinu op­in­bera og því yrði það keppikefli skóla að laða til sín nem­end­ur.

Friedm­an færði sterk rök fyr­ir því að gæði myndu aukast meira með heil­brigðri sam­keppni en miðstýr­ingu hins op­in­bera í formi laga, reglna eða skóla­nám­skráa. Hug­mynd­ir um „ávís­ana­kerfið“ hafa verið um­deild­ar í ára­tugi og Ronald Reag­an var harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir að gera þær að sín­um. Frá þeim sem voru lengst til hægri kom sú gagn­rýni að öll rík­is­út­gjöld, líka til mennta­mála, væru af hinu illa og þeir sem voru lengst til vinstri gagn­rýndu það að markaðslög­mál og sam­keppni ættu að stýra mennta­kerf­inu.

Lyk­ill­inn að aukn­um lífs­gæðum

Því miður er það svo að staðan í mennta­kerf­inu hér á landi er ekki ósvipuð og í Banda­ríkj­un­um árið 1955. Það er mikið áhyggju­efni að öll skóla­stig hér á landi glíma við þann vanda að gæðin eru ekki ásætt­an­leg og leita verður nýrra leiða til að auka gæði náms.

Sem há­skólaráðherra er það mitt hlut­verk að gera það sem ég get til að auka gæði há­skóla­náms. Ég hef meðal ann­ars tekið þá ákvörðun að ríkið skuli ekki gera upp á milli nem­enda á grund­velli þess í hvaða há­skóla þeir fara. Mik­il mis­mun­un og rík­is­for­sjá hef­ur ríkt, sem hef­ur fal­ist í því að fari nem­andi í op­in­ber­an skóla fylg­ir hon­um 100% rík­is­fram­lag en velji hann sjálf­stætt starf­andi skóla er fram­lagið ein­ung­is 75% af fullu fram­lagi. Með því að mis­muna nem­end­um hef­ur ríkið komið í veg fyr­ir heil­brigða sam­keppni og ýtt nem­end­um í op­in­bera skóla.

Hvergi færri strák­ar

Hafa ber í huga að sjálf­stætt starf­andi há­skól­arn­ir, HR, HB og LHÍ, voru dýr­mæt viðbót á sín­um tíma og nem­end­um þar fjölgaði frá því að vera 12% af öll­um há­skóla­nem­um árið 2000 í það að vera mest 26% árið 2007. Frá þeim tíma, eða í 17 ár, hef­ur hlut­fall nem­enda í einka­skól­um verið fast í því að vera u.þ.b. 23% af öll­um há­skóla­nem­um. Æskilegt hefði verið að sjá skól­ana vaxa enn frek­ar, því þá hefðum við bet­ur mætt þörf­um at­vinnu­lífs­ins með fleiri nem­end­um, sér­stak­lega fjölda karla. Ein­ung­is 14% karla á aldr­in­um 25-34 ára hafa lokið há­skóla­námi hér á landi sam­an­borið við 20% í OECD-ríkj­un­um. Mun færri karl­ar sækja há­skóla­nám á Íslandi en í öðrum Norður­landa­ríkj­um, sem öll eiga það sam­eig­in­legt að há­skól­ar inn­heimta ekki skóla­gjöld fái þeir fullt rík­is­fram­lag. Við sjá­um að þau ná betri ár­angri en við, mennta fleiri drengi og nýta sér einka­rekst­ur enn frek­ar en við til að bjóða upp á öfl­ugt mennta­kerfi.

Sann­girni

Jöfn tæki­færi nem­enda til náms, val­frelsi og heil­brigð sam­keppni á milli skóla er sann­girn­is­mál. Ég vil því inn­leiða nokk­urs kon­ar „ávís­ana­kerfi“ á há­skóla­stigi sem fel­ur í sér að ríkið greiðir jafn mikið með öll­um nem­end­um óháð því hvað þeir velja, að því gefnu að skól­arn­ir inn­heimti ekki skóla­gjöld. Einka­reknu skól­un­um er í sjálfs­vald sett hvort þeir þiggja þetta eða taka áfram við skertu fram­lagi og inn­heimta skóla­gjöld. Þetta er hluti af stórri kerf­is­breyt­ingu um fjár­mögn­un há­skóla­stigs­ins sem er orðin ár­ang­ur­s­tengd, ýtir und­ir gæði, að nem­end­ur ljúki námi og mæti sam­fé­lags­leg­um áskor­un­um.

Heild­ar­fjármögn­un rík­is­ins til há­skól­anna er um 40 millj­arðar króna á ári, en tæp­ir þrír millj­arðar að auki koma inn í há­skóla­stigið af skóla­gjöld­um fárra nem­enda. Með þess­ari breyt­ingu er ekki verið að auka fjár­magn, held­ur tryggja það að fjár­magn­inu sem þegar hef­ur verið út­hlutað til há­skóla­stigs­ins sé dreift með sann­gjarn­ari hætti.

Markaðsöfl eða miðstýr­ing?

Á Íslandi rík­ir sam­fé­lags­leg sátt um jafnt aðgengi að mennt­un og heil­brigðisþjón­ustu. Mennt­un er öfl­ug­asta og skil­virk­asta verk­færið í að tryggja öll­um jöfn tæki­færi. Verk­færið nýt­ist þó illa ef við tryggj­um ekki jafn­ræði milli rekstr­ar­forma. Breytt fjár­mögn­un há­skóla er áfangi á langri leið sem er fyr­ir hönd­um til að auka gæði mennt­un­ar, fjölga nem­end­um – ekki síst í tækni­grein­um – og auka fjöl­breyti­leika sem aldrei næst með eins­leitu rík­is­reknu mennta­kerfi.

Ég hef sagt það frá mín­um fyrsta degi sem ráðherra há­skóla, iðnaðar og ný­sköp­un­ar að ein stærsta áskor­un okk­ar sé að fjölga stoðum efna­hags­lífs­ins, auka verðmæta­sköp­un, efla sam­keppn­is­hæfni Íslands og sækja þannig fram til bættra lífs­kjara. Til að svo megi verða þurf­um við ekki frek­ari rík­is­af­skipti eða miðstýr­ingu. Við þurf­um ekki fleiri reglu­gerðir, lög eða gull­húðun. Það sem við þurf­um er öfl­ugt ein­stak­lings­fram­tak og heil­brigð sam­keppni á milli há­skóla sem þurfa að leggja sig alla fram til að laða til sín ungt fólk sem fær nú loks raun­veru­legt val­frelsi óháð efna­hag.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2024.