Tímamörk á rannsóknum sakamála

Þing­menn Sjálfstæðisflokks auk þingmanna fjögurra annarra þing­flokk­a hafa lagt fram frum­varp á Alþingi þar sem lagt er til að lög­um um meðferð saka­mála verði breytt.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingflokksformaður Sjálf­stæðis­flokks er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins.

Í lögunum er m.a. lagt til að rann­sókn sakamála megi ekki standa leng­ur en eitt ár. Dómstólar geti þó að uppfylltum tilteknum skilyrðum heimilað fram­leng­ingu á rann­sókn. Rannsókn megi þó aldrei standa leng­ur en í fimm ár.

Í frum­varp­inu er einnig lagt til að ef rann­sókn er haf­in á saka­máli verði lög­reglu skylt að hætta henni ef ekki þykir grund­völl­ur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kem­ur að kæra hef­ur ekki verið á rök­um reist. Jafn­framt geti lög­regla hætt rann­sókn máls ef brot er smá­vægi­legt og fyr­ir­sjá­an­legt er að rann­sókn­in muni hafa í för með sér óeðli­lega mikla fyr­ir­höfn og kostnað.