Ályktun frá Sjálfstæðisfélagi Grindavíkur vegna stöðunnar í Grindavík

Við skorum á ríkisstjórnina að rýmka reglur um aðgengi íbúa að eignum sínum í Grindavík.

Eðlilegast sé að opna aðgengi alla daga frá morgni til kvölds og að fasteignaeigendur hafi frjálst val um hvenær þau fari til Grindavíkur.

Auk íbúa eiga fyrirtæki, stór og smá að hafa frjálsan aðgang á þessum tíma til að vitja eigna, bjarga verðmætum og stunda atvinnurekstur þar sem öryggiskröfur eru uppfylltar.

Þeir einstaklingar og fyrirtæki sem geta og vilja aðlaga sig að aðstæðum eiga að fá frelsi til þess.

Við skorum á Almannavarnir Ríkisins að lágmarka lokun og tengja lokanir Grindavíkurbæjar eingöngu við náttúruvá innan byggðarinnar eða við flóttaleiðir.

Ástandið er ekki lengur neyðarviðbragð heldur langvarandi atburður og eru fyrirtæki nú komin að þolmörkum og þurfa þau að hefja verðmætasköpun í stað verðmætabjörgunar.

Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Grindavíkur,
Jón Gauti Dagbjartsson,
formaður