Óhrædd og afgerandi

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi síðastliðinn þriðju­dag lagði Sjálf­stæðis­flokk­ur til að fallið yrði frá öll­um fyr­ir­ætl­un­um um að færa Reykja­vík­ur­flug­völl í Hvassa­hraun. Sam­hliða yrði fallið frá frek­ari fjár­fram­lög­um borg­ar­inn­ar til rann­sókna á Hvassa­hrauni sem mögu­legu flug­vall­ar­stæði, en fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar ger­ir ráð fyr­ir 20 millj­óna króna fram­lagi til rann­sókna árið 2024. Meiri­hlut­inn treysti sér ekki til að samþykkja til­lög­una.

Vissa á óvissu­tím­um

Síðustu ár hafa farið fram at­hug­an­ir á Hvassa­hrauni sem mögu­legu flug­vall­ar­stæði. Byggðust at­hug­an­irn­ar á því mati meðal ann­ars að ekki væru lík­ur á að gjósa myndi í ná­grenni svæðis­ins næstu ald­irn­ar.

Í ljósi elds­um­brota á Reykja­nesskaga að und­an­förnu hafa lík­ur á að mögu­leg­ur flug­völl­ur í Hvassa­hrauni yrði fyr­ir tjóni eða trufl­un­um vegna elds­um­brota í nán­ustu framtíð auk­ist að mati eld­fjalla­fræðinga. Hafa jarðvís­inda­menn bent á að Reykja­nesskag­inn sé kom­inn inn í gos­tíma­bil sem varað geti í fleiri hundruð ár.

Staðan á Reykja­nesskaga veld­ur óvissu og vek­ur marg­ar spurn­ing­ar. Hún kall­ar á end­ur­skoðun skipu­lags og hús­næðis­upp­bygg­ing­ar á stór­höfuðborg­ar­svæðinu öllu. Hún skap­ar hræðilega óvissu fyr­ir íbúa Grinda­vík­ur. Hún skap­ar jafn­framt óvissu fyr­ir íbúa nær­liggj­andi byggða sem lesa fregn­ir af hugs­an­legu hraun­rennsli nærri heim­il­um þeirra í óskil­greindri framtíð. Óvissuþætt­irn­ir eru marg­ir en eitt er nokkuð skýrt; með hliðsjón af elds­um­brot­um og jarðhrær­ing­um á Reykja­nesskaga mun Hvassa­hraun ekki reyn­ast besti kost­ur fyr­ir upp­bygg­ingu nýs flug­vall­ar.

Stefna Sam­fylk­ing­ar ráðandi

Á fundi borg­ar­stjórn­ar flutti formaður borg­ar­ráðs, Dag­ur B. Eggerts­son, at­hygl­is­verða ræðu, hvar hann færði fyr­ir því marg­vís­leg rök að Hvassa­hraun væri enn frá­bær kost­ur fyr­ir nýj­an flug­völl. Jarðhrær­ing­ar á svæðinu hefðu ekki nokk­ur áhrif. Borg­ar­stjóri, Ein­ar Þor­steins­son, tók hins veg­ar ekki í sama streng og taldi frem­ur ólík­legt að Hvassa­hraun gæti komið til frek­ari skoðunar. Tveir valda­mestu menn borg­ar­kerf­is­ins töluðu í kross en ann­ar hafði bet­ur – meiri­hlut­inn samþykkti ekki til­lög­una og stefna Sam­fylk­ing­ar varð ofan á.

Virðing við skatt­fé

Ólíkt meiri­hlut­an­um treyst­ir Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sér til að taka af­ger­andi af­stöðu og segja upp­bygg­ingu nýs flug­vall­ar í Hvassa­hrauni óskyn­sam­lega. Við treyst­um okk­ur jafn­framt til að tala al­veg skýrt um það, að skatt­fé al­menn­ings skuli sýnd sú lág­marks­virðing að verja ekki 20 millj­ón­um til viðbót­ar í rann­sókn­ir á Hvassa­hrauni. Með hliðsjón af jarðhrær­ing­um á Reykja­nesskaga og staðsetn­ingu alþjóðaflug­vall­ar í Kefla­vík muni Hvassa­hraun ekki reyn­ast besti kost­ur fyr­ir nýj­an flug­völl sem gegna eigi hlut­verki bæði vara­flug­vall­ar og inn­an­lands­flug­vall­ar. Við erum óhrædd við þessa af­stöðu og erum af­ger­andi í máli okk­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. febrúar 2024.