Upptaka af opnum fundi um íslenska skólakerfið

Í gær var haldinn afar áhugaverður fundur á vegum Málfundafélagsins Óðins í Valhöll um íslenska skólakerfið undir yfirskriftinni Hvernig gerum við íslenska skólakerfið betra?

Frummælendur á fundinum voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur, Ingibjörg Jóhannsdóttir fyrrum skólastjóri og safnstjóri Listasafns Íslands og Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri.

Meðal þess sem rætt var á fundinum var árangur íslenskra skólabarna í Pisa könnunum þar sem árangurinn er undir meðaltali OECD og Norðulanda í öllum þáttum og fer hrakandi.

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér fyrir neðan.