Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra og Teitur Björn Einarsson þingmaður fjalla um tækifæri og áskoranir til að efla atvinnulíf framtíðar ásamt því að ræða erindi Sjálfstæðisflokksins og taka við fyrirspurnum á fundi í Sjallanum, húsnæði Sjálfstæðisflokksins Aðalstræti 20 á Ísafirði, laugardaginn 10. febrúar kl. 14:30.
Nýsköpun, háskólar, rannsóknir og hugmyndir einstaklinga hafa á síðustu mánuðum sýnt hvað þau geta gert fyrir samfélög eins og á Ísafirði. Kerecis er einstakt dæmi en má ekki verða eina dæmið. Tækifæri eru til að efla atvinnulíf framtíðar um land allt. Það var í kringum þessa hugsun sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið var komið á fót til að stuðla að enn fleiri tækifærum fyrir samfélagið og styðja við frumkvæði einstaklinga, þannig eflum við samkeppnishæfni Íslands og náum auknum árangri fyrir Ísland.
Öll velkomin