Opinn fundur Óðins um skólamál

Málfundafélagið Óðinn boðar til opins fundar um íslenskt skólakerfi þriðjudaginn 6. febrúar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst fundurinn stundvíslega kl. 17 en húsið opnar kl. 16.30.

Yfirskrift fundar er Hvernig gerum við íslenska skólakerfið betra?

Árangur íslenskra nemenda er undir meðallagi OECD og Norðurlanda í öllum þáttum og fer hrakandi.  Við skuldum börnunum okkar að gera betur, við skuldum íslensku samfélagi að gera betur.

Í  pallborði sitja:

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar – og nýsköpunarráðherra
  • Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir, fyrrum skólastjóri og safnstjóri Listasafni Íslands
  • Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri

Berglind Ósk Guðmundsdóttir alþingismaður stýrir umræðum og Birna Hafstein  formaður Óðins opnar fundinn.

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.

Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.