Tryggja örugga framtíð Grindvíkinga

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áform um aðgerðir til handa Grindvíkingum sem miðað að því að skapa forsendur fyrir öryggri framtíð þeirra og eyða þeirri óvissu sem hefur verið vegna fordæmalausra aðstæðna.

Aðgerðirnar snúa að því að gera Grindvíkingum kleift að koma sér upp öruggu heimili, tryggja örugga afkomu og aðstoð við að bjarga verðmætum.

Markmið aðgerðanna er að eyða óvissu vegna íbúðarhúsnæðis. Ríkisstjórnin mun bjóða upp á að einstaklingar geti nýtt fjármuni sem nú eru bundnir í húsnæði þar til fjármögnunar nýrra heimila, óski þeir þess.

Unnið verður markvisst að því að tryggja framboð á varanlegu húsnæði fyrir Grindvíkinga. Ríkið mun ráðast í uppbyggingu húsnæðis á tilteknum svæðum auk þess að skapa forsendur sem tryggja Grindvíkingum forgang að húsnæði. Einnig verður unnið að því að þrengja skilyrði varðandi skammtímaleigu íbúða.

Áfram verður unnið að því að tryggja Grindvíkingum húsnæði þar til þeir geta komið sér fyrir í varanlegu húsnæði. Bríet mun kaupa 50 íbúðir til viðbótar við þær 80 sem keyptar voru í desember og þær 70 sem unnið er að kaupum á þessa dagana. Janfram mun Bjarg íbúðafélag kaupa 60 íbúðir fyrir Grindvíkinga. Í heild mun kaupa 260 íbúðir.

Ríkið mun svo jafnframt taka á sig greiðslu vaxta og verðbóta af húsnæðislánum í Grindavík til samræmis við aðgerðir bankanna.

Afkoma þeirra sem ekki geta sótt atvinnu í Grindavík vegna aðstæðna verður áfram tryggð með framlengingu á stuðningi við greiðslu launa frá ríkinu auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta fyrirkomulag verður í gildi til loka júní og verður endurskoðað og framlengt eftir því sem þörf krefur.

Sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga verður uppfærður og framlengdur til loka júní.

Sjá nánar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar hér.