Húsfyllir á fundi Bjarna í Kópavogi

Húsfyllir var á fundi Bjarna Benediktssonar á opnum fundi í Kópavogi sem haldinn var fyrr í vikunni.  Bjarni fór yfir stjórnmálaviðhorfið og sköpuðust áhugaverðar umræður að framsögu hans lokinni. Meðal þess sem bar á góma var staðan í viðræðum aðila vinnumarkaðarins, málefni hælisleitenda, tjaldbúðir við Austurvöll, verðbólguvæntingar og auðvitað mál málanna, staðan í Grindavík og samstaða þjóðarinnar með Grindvíkingum.  Góður rómur var gerður að máli formannsins og svo mikill var áhugi fundarmanna að hann fór um klukkustund fram úr áætluðum fundartíma.